Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 28
24 M O R G U N N ég hafði alltaf vonað. Frá hinu lítilfjörlega, fjötraða lífi jarðarinnar, til hins mikla, frjálsa lífs, sem byrjar strax og þessu lýkur“. Hann skynjaði næst, að hann var staddur á víðlendum og háhvelfdum stað. Fyrst í stað var hann dasaður og gat ekkert nema staðið og starað. ,,Mér fannst ég vera á hátindi veraldar," skrifar hann, ,,og ég sá — ég sem aldrei hafði góða sjón — ég sá eins og ég hafði aldrei áður séð“. Sjón hans drakk í sig hið yndis- lega landslag. Fyrir ofan höfuðið á honum sveif hvítt ský á heiðbláum himni. ,,Allt í kringum mig og fyrir neðan mig, leit ég yfir endalausa víðáttu — skóga, fljót og vötn og klasa af hæðum og fjöllum, út í það, sem virtist vera endir veraldar. Og ég heyrði betur en ég hafði nokkurn tíma heyrt áður á ævi minni. Ég heyrði gjálfrið og suðið í fjölda rennandi lækja. Ég heyrði fjarlæg hróp barna, sem voru að leikjum“. Hann heyrði fjölda fugla. syngja í trjánum fyrir neðan sig. Og heyrnarsljó eyru hans höfðu ekki heyrt fugl syngja í mörg ár! Og þegar hann varð var við þessi nýendur- fengnu skilningarvit sín, þá varð hann fyrir enn fleiru, sem kom honum á óvart. Þrír menn, sokknir ofan í samtal komu gangandi í áttina til hans. Einn af þeim var að út- liti eins og spámaður frá fornöld, annar var sýnilega innfæddur Kínverji. Hann hafði hugsandi, órannsakan- legt andlit, en einkar glaðlegan svip. Þriðji maðurinn var líkastur Afríkubúa. Hann bar sig tiginmannlega. Af þess- um mönnum lærði, höfundurinn leyndardóminn um sam- skifti hinna svonefndu dánu, því að þótt þeir sýnilega ávörpuðu hann á sínu eigin máli, þá komu orðin til hans, eins og þau væru töluð á ensku. Þeir buðu hann velkominn og skýrðu fyrir honum, hvernig honum væri hægt að skilja hin ýmsu tungumál þeirra og hvernig þeir sjálfir gætu skilið hans tungu jafn auðveldlega. Þeir kenndu honum það, að hann þyrfti aðeins að vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.