Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 32
28
M O R G U N N
Jon Oxenham ritar: „Litla húsið mitt uppi á hæðinni
riðaði dálítið á grunninum og komst aftur á réttan kjöl.
önnur sprenging hafði aðeins misst marks. Klukkan var
15 mín. yfir þrjú, eftir úrinu mínu. 1 fimtán sælar mínútur
hafði ég verið annars staðar.“ Þessi „draumur“ hans, sem
hann nefnir svo, hafði svo sterk áhrif á hinn sjúka mann,
að dóttir hans staðhæfir í eftirmálanum að bókinni: J. O.
átti enga heitari ósk, en að þessi bók gæti hjálpað ein-
hverjum á þessum erfiðu dögum — hjálpað þeim til að
horfa fram á við, með eins mikilli eftirvæntingu og hann
gerði, til nýja lífsins framundan, og ef til vill losað þá
við eitthvað af þeim ótta og hryllingi, sem margir finna til
við umhugsunina um dauðann. Hann hafði alltaf álitið að
dauðinn væri byrjun nýs lífs, og nýtt upphaf. Það átti því
vel við, að síðasti boðskapur hans skyldi vera á þessa leið
og við höfum bæði þá hugmynd, hann og ég, að honum
hafi verið gefnir kraftar, aðeins til að geta lokið við hana.
Þrem dögum eftir að hann var endanlega búinn að ljúka
við bók sína, hvarf John Oxenham héðan. Hinu jarðneska
starfi hans var lokið.
Eufemía Waage þýddi.
DESCARTES
var mikilhæfasti heimspekingur sinna tíma, og er jafn-
framt talinn faðir sálarfræði nútímans. Honum fylgdi stöð-
ugt ósýnileg vera, sem hvatti hann til að halda áfram rann-
sóknum sínum og sannleiksleit. Hann heyrði margsinnis
rödd hennar.