Morgunn - 01.06.1944, Síða 39
MORGUNN
35
íslenzk dulsjá.
• Draumur
1 hdr. frá 1880 segir Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup,
svo frá: „Sumai’ið 1878 dreymdi frú Guðrúnu Hjaltalín í
Edinburgh (konu Jóns Hj. síðar skólastjóra á Möðruvöll-
um), að systir Gísla Magnússonar skólakennara kæmi til
hennar og beiddi hana að reynast bróður sínum vel. Með
næstu ferð kom Gísli alveg óvænt til Edinburgh og andað-
ist þar 24. ágúst“. Þjóðs. Öl. Davíðss. II.
Sjón og daumur Björns ritstjóra.
Þessar sögur hafði Björn heitinn Jónsson ritstjóxá sagt
Þórhalli Bjarnai’syni, síðar biskupi, árið 1878 en hann ski-á-
sett nálægt 1880.
„Þá er Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldai’, var i latínu-
skólanum í Reykjavik, sá hann eitt sinn um miðjan dag
svip móður sinnar við hús frú Ingileifar Melsteðs, en þar
borðaði hann. Björn sá svip móður sinnar jafn gi’einilega
og hún stæði lifandi frammi fyrir honum, en hún var
nijög döpur og tekin að sjá. Á sömu stundu dó móðir hans
fyrir vestan.
Þá er Björn var bai’n að aldri, dreymdi hann eitt sinn,
að þau systkin gengju eftir hjalla í fjalli, fjögur saman.
Gil varð á leið þeirra og hurfu öll systkin Björns ofan í
bað, en honum þótti sér takast að ná í eitt þeirra. Skömmu
seinna lögðust systkin Bjöi’ns í barnaveiki, og dóu tvö
þeirra, en því batnaði, er hann þóttist hafa náð í.
(Þjóðs. Öl. Davíðss. II.)