Morgunn - 01.06.1944, Page 51
M O R G U N N
4 T
ætla að fara. Farðu, móðir, annars hefirðu líf þeirra á
samvizkunni".
1 svefnrofunum hafði ég gleymt því, að barnið mitt
hafði komið til mín. Nú stóð allt ljóst fyrir mér. Það var-
bersýnileg skylda mín að aðvara þau og ég afréð, að gjöra
það, og ef þau hlýddu mér ekki og gjörðu gys að mér, þá
var það ekki á mína ábyrgð, samvizka mín væri þá hrein,
hvað sem fyrir kæmi, þess vegna svaraði ég, ,,já, sonur*
minn, ég ætla að fara og gjöra eins og þú segir mér“.
ÉG VERÐ AÐ AÐVARA ÞAU.
Ég leit á klukkuna, hún var 15 mínútur yfir 5. Ég gekk
út að glugganum. Það var niðamyrkur, kalt og hvasst úti
og komnir háir skaflar. Gluggarnir hristust og mig ætlaði
að bresta kjark, að leggja út í þetta.
En ég ætlaði að enda það, sem ég hafði lofað; aðvörunin
hafði komið tvisvar, og ég ætlaði að fara til þeirra allra;.
meira gat ég ekki gjört, en sjálf ásetti ég mér að fara ekki,
eptir það, sem ég nú vissi.
Ég get varla lýst, hvernig mér var innanbrjósts. Ég
sem ávallt hafði hent gaman að, þegar aðrir sögðu mér
shkar sögur, sem ég er nú að segja yður. Ég sem ávallt
hafði verið vantrúuð á líf eftir dauðann, nú trúði ég, hafðt
meira að segja sjálf bæði séð og heyrt.
Ég klæddi mig í skyndi og sá að dyravörðurinn horfði
undrandi á mig, er ég gekk út úr forsal gistihússins. En
ég héit áfram að reka erindi mín. Ég óð gegnum ís og
snjó til allra heimilanna og knúði fast hverjar dyr. Ég
sagði þeim öllum, hvað fyrir mig hafði komið. Þau urðu
sum leið og sum trúðu ekki eða tóku því með kátínu. En
óg hikaði þó ekki og lagði fast að þeim, að við skyldum
hætta við skemmtiförina og sagði þeim, að ég færi ekki.
En þau sögðu mér öll, að þetta væri ástæðulaus hræðsla
og hvort sem ég færi eða ekki, þá mundu þau fara. Dagur-
inn hefði verið ákveðinn, undirbúningur gjörður og það<