Morgunn - 01.06.1944, Page 54
50
M O R G U N N
þetta símað til Winnipeg, því að búist var við, að þar væru
ættingjar, sem mundu leita þeirra. Við mamma gátum
ekki sofið og hún var að segja: „Mér heyrist eins og hljóð
um hjálp, pabbi“. En ég heyrði nú ekkert, en undarlega
var mér innanbrjósts. Ég hafði útvarpið opið, og heyrði
þessu útvarpað fyrir fáum mínútum“.
ÉG VISSI ÞAÐ LÍKA.
Ég vildi grípa síðasta hálmstráið og sagði því: ,,Ef ekki
er annað að fara eftir þá er þetta þó ekki víst“.
,,Nei“, sagði hann, „ökuskírteini Jims ökumanns var
fest við stýrishjólið, svo það er enginn vafi á þessu, að
þau eru farin, eru öll farin, og við vitum það, mamma og
ég. Ég hugsaði, að ég skyldi fyrst segja yður það“. Síðan
gekk hann út sorgbitinn.
Ég þurfti ekki frekari vitna við til að sannfærast. Ég
vissi þetta líka. Við höfðum þrjú heyrt hljóðin. Ég fór inn
í borðsalinn en gat ekkert borðað. En nú hafði ég enn skól-
ann minn að hugsá um.
Þegar ísa leysti um vorið af vatninu fundu veiðimenn
nokkur lík og jarðarför var haldin í litla bænum. Loks var
ferðafólkið komið aftur. — Og nú vitið þér, hvers vegna
ég trúi á annan heim, og hvers vegna ég veit, að það er
enginn dauði til.
Kr. Danielsson þýddi..