Morgunn - 01.06.1944, Side 66
62
M O R G U N N
sennilega öðrum, sem vér þekkjum ekki enn né skiljum.
Þegar um hugræna miðilsgáfu er að ræða, þá eru það
þessi skilningarvit sálarinnar, eða eter-líkamans, sem
sumir nefna, sem skynja hluti og persónur á andlegu lífs-
sviði, eða á jörðunni, í svo mikilli fjarlægð, sem langsam-
lega væri of vaxin hinni líkamlegu sjón og heyrn.
Fullkomið miðilsstarf er fólgið í fullkomnu samstarfi
sálarlíkamans og jarðneska líkamans. 1 transinum verk-
ar stjórnandinn fyrst á skilningarvit sálarlíkamans, þau
taka fyrst við lýsingunni eða orðsendingunni, en síðan frá
þeim aftur skilningarvit jarðneska líkamans.
Við skulum enn á ný snúa okkur að framliðnu konunni,
sem vill gefa eiginmanni sínum til kynna, að hún hafi séð
litla drenginn sinn heima vera að skoða mynd af sér.
Myndinni af konunni og litla drengnum með ljósmynd
hennar er þá fyrst brugðið upp fyrir augum sálarlíkamans,
og því næst berast áhrifin að líkamsaugunum jarðnesku.
Hlutverk stjórnandans er þá það, að koma á eins fljótu
sambandi og unnt er milli þessara tveggja huga, svo að
lítill tími fari til þess að taka á móti hugmynd konunnar
og gera eiginmanni hennar hana skiljanlega. Sálarlíkam-
anum mætti þá líkja við sjónop myndavélarinnar og jarð-
neska líkamanum við ,,negatívið“, sem tekur á móti mynd-
inni.
Ef framliðna konan óskar að koma til eiginmanns síns
orðsendingu, sem ekki er unnt að setja fram í myndum,
er það að eins hægt ef stjórnandi miðilsins getur notað
bæði hina sálrænu og líkamlegu heyrn hans.
Feda segir okkur, að miklum mun auðveldara sé að
koma í gegn orðsendingum, sem hægt sé að setja fram i
myndum eða táknum, sem augað greini.
Ef framliðinn maður óskar að segja beinum orðum, að
einhver ættingi hans á jörðunni sé mjög veikur, verður
hann blátt áfram að koma þessum orðum í gegn: ,,N. N.
er mjög veikur“. En ef hann óskar að gefa þetta til kynna
í myndum, getur hann valið um tvær eða þrjár aðferðir: