Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 71
M O R G U N N
67
ógeð hjá því, að það hefur þrýst þeim niður í undirvitund-
ina, þar sem þau hafa síðan geymzt bundin, en svæfingin
leysir þessi bönd svo að þá brjótist orðin frjáls upp úr und-
irvitundinni og fram af vörunum, þeim til ógeðs og undr-
unar, sem á hlýða.
Vandað fólk, sem lifir fyrirmyndarlífi, dreymir einnig
stundum hina ógeðlegustu drauma.
Ég geri ráð fyrir, að sálkönnuðurnir muni skýra þessa
drauma svo, að efniviður þeirra hafa safnazt fyrir og lok-
ast inni í undirvitundinni, og vafalaust hafa þeir rétt fyrir
sér í því. En ef þetta fólk, sem safnar þessum óþverra í
undirvitundina og geymir hana óafvitandi þar, unz honum
opnast útgöngudyr í ,,chloroform“-svefni eða náttúrlegu-
um svefni, lærði að stjórna svo vitund sinni í daglegu lifi,
með því að velja réttar hugsanir en hafna hinum röngu,
mundi innihald undirvitundarinnar sýna sig að vera gott.
og hreint þegar það brýzt fram í dagsljósið við það, að
dagvitundin sofnar.
Þegar ég tala um, að vér eigum að velja réttar hugsanir
og hafna hinum röngu, kemur mér ekki eitt augnablik til
hugar að halda því fram, að vér eigum að loka augunum
fyrir þjáningunni og hinu illa í heiminum, vér eigum þvert
á móti að reyna að skilja það og glíma við það af öllum
mætti. Það, sem skapar óheilbrigðina í undirvitund sálar-
lífs vors, er sú fráleita tilhneiging margra, að vera að láta
hugann dvelja tilgangslaust og heimskulega við hið ógeðs-
lega í lífinu, án þess að gera ákveðnar tilraunir til að
berjast gegn því og uppræta það. Hin rétta þjálfun hugans
er ekki í því fólgin, að loka augunum fyrir erfiðleikum
annara manna, heldur í hinu að fá æðri skilning á þeirra
þrautum og voru eigin.
Ég er hrædd um að talsvert margir menn (og ekki ein-
göngu spiritistar og þeir, sem eru að þjálfa sig fyrir miðils-
starf,) geri það blátt áfram að trúarbrögðum sínum, að
hugsa aldrei eða tala neitt, sem er ógeðfellt, og leyfa