Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 78
'74
M O R G U N N
legt að hún var búin að fá, heldur sífellt opinni og blæð-
andi þeirri und, sem er of djúp til þess að hún geti gróið“.
Frú Davis varð ákaflega mikið um þessa sögu, þegar eig-
inmaður hennar sagði henni hana um kvöldið.
,,En hefir týndi hringurinn aldrei fundizt?“ spurði hún
áköf.
Maður hennar hélt, að hann hefði ekki fundizt.
„Þá er ég sannfærð um að hann er þar, sem barnið var
að krafsa með fingrunum!“ sagði frú Davis. „Það var eins
og litla stúlkan væri að reyna að ná einhverju í gólfábreið-
unni, eða undir henni, á þessum stað! Þetta gæti skýrt hið
kynlega framferði hennar! — Og öll sorg hennar sýnist
geta stafað af því, að hún getur ekki komið þessu í fram-
kvæmd. Vertu viss um, að í þessum tilgangi er barnið allt
af að koma aftur og aftur! Henni finnst hún þurfa að finna
hringinn til þess að fá fyrirgefning foreldra sinna. Við
skulum fá hr. Thompson til að iáta taka gólfábreiðuna upp
og leita undir henni. Ég get bent nákvæmlega á staðinn,
sem litla stúlkan benti á. Það er sannarlega þess virði að
leitað sé þarna!“
„Já, en elsku Freda“, svaraði maðurinn hennar, „þú
gleymir því, að barnið er dáið fyrir mörgum árum, og að
síðan hlýtur gólfábreiðan margsinnis að hafa verið tekin
upp“.
„En vertu viss um að aldrei hefir verið gerð veruleg leit
undir henni“, svaraði frú Davis. „Gerðu það fyrir mig, að
gangast fyrir að ábreiðan sé tekin upp af gólfinu, og að
undir henni sé leitað“.
„Mér kemur ekki til hugar að fara að vekja þetta óskap-
lega viðkvæma mál upp að nýju“, svaraði hr. Davis. „Þú
getur ekki ímyndað þér, hve sárt það er fyrir hr. Thomp-
son. Hann segist aldrei munu jafna sig á þessari sorg. Ég
held að réttast sé að við minnumst ekki á þetta framar“.
En frú Davis sat svo föst við sinn keip, að manni hennar
varð engrar undankomu auðið, hann fór til vinar síns og
sagði honum hvað konu sinni sýndist og hvers hún óskaði.