Morgunn - 01.06.1944, Page 80
76
• M O R G U N N
„Du Prel álítur, að ein hugsun um einhvern einstakan
atburð frá jarðlífinu valdi því, að einhver hluti af anda
hins framliðna leiti aftur til jarðarinnar, þangað sem at-
burðurinn gerðist, og birtist þar, sem reimleikar eða aftur-
ganga, jafnvel án þess að hinn framliðni, sem samtímis
lifir og er að starfa í öðrum heimi, hafi hugmynd um það,
afturgangan kunni því að vera einskonar ósjálfráður
draumur hins framliðna, sem hann hafi sjálfur enga hug-
mynd um. Þannig standi t. d. á því, að þeir, sem svipt hafa
sjálfa sig lífinu, sjáist svo oft á staðnum, sem sjálfsmorðið
fór fram á, þeir komi þangað ekki sjálfir, en hugsun þeirra.
leiti þangað oft fyrir því. Þessi sé jafnframt skýringin á
því, að í reimleikafrásögnunum sé það svo ákaflega al-
gengt, að afturgangan birtist aftur og aftur í sama
ákveðna tilganginum, en hætti svo að birtast, er tilgangin-
um sé náð.
Du Prel virðist hafa litið svo á, að á þenna hátt mætti
útskýra talsvert mikinn hluta reimleikafyrirbrigðanna
sem einskonar draum hins framliðna manns, og þó naum-
ast sem draum hans, heldur sem starf einhvers hluta hug-
ar hans, starf, sem nær inn í jarðneska heiminn og birtist
þar í sýnilegum myndum, en er honum sjálfum þó að ein-
hverju leyti ósjálfrátt og gerist jafnvel án þess að hann
hafi fulla meðvitund um það“.
Einhverra slíkra skýringa verður maður að leita á hinni
raunalegu sögu, sem hér var á undan skráð. Það er óhugs-
andi, að þarna hafi framliðna stúlkan sjálf verið að verki.
Hún var önduð fyrir mörgum árum og var því ekki smá-
barn lengur, eins og hún birtist konunni. Litla veran skiptir
sér ekki af neinu í herberginu nema þessum margítrekaða
verknaði á staðnum, þar sem hún hafði týnt hringnum.
Hún kemur fram sem vél en ekki vitsmunum gædd vera,
en þannig eru svipirnir, sem valda reimleikunum, oft. Það
er óhugsandi, að litla stúlkan hafi verið látin kveljast af
þessu ómerkilega óhappi, sem hún varð fyrir á jörðunni,
árum eða áratugum saman í andaheiminum. Hitt er senni-