Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Page 87

Morgunn - 01.06.1944, Page 87
MORGUNN 83 En eftir því sem leið á þennan dag, minnkuðu þrautirnar. Um kvöldið voru þær að mestu eða öllu horfnar, nema ég man til ósegjanlega mikillar þreytu og máttleysis. Til- finningarnar munu og hafa verið að mestu lamaðar. En með því að allar sárar þjáningar voru horfnar, skildi ég ekkert í því, að ég hlyti að deyja. Samt taldi ég það víst. Ég hafði lesið það svo berlega út úr öllum, og fann að ástand mitt var óeðlilegt, og gagnstætt því, sem ég hafði áður þekkt. Dauðinn hryggði mig þó hvorki né gladdi. Mér var algjörlega sama um hann. Ég var svo jafn tilfinninga- laus fyrir öllu. En nú kemur smátt og smátt sú breyting á, að mér virtust líkamspartarnir vera að leysast sundur, og eins og allur líkaminn vildi leysast upp og tvístrast út í geiminn. Hörundið veitti þó mótspyrnu. En mér virtist það þó verða að láta svo undan, og þenjast svo út, að ég fyndi til þess. Ég fann því glögglega til ummála líkamans, og virtist mér ég stækka svo að ég varð eins og gildur meðalmaður á vöxt. En þó að hörundið setti líkamanum takmörk, þá virtist mér engu síður einhverja strauma leggja frá mér upp í loftið, eins og eitthvað hefði liðið á burtu. Þessir straumar slitnuðu þó eigi frá líkamanum. Þeir voru fastir við hann allan, og toguðu í hann upp á við, en sterkari voru þeir frá höfðinu og brjóstinu. En ég fann þá leggja frá hverri taug, eða hverjum depli, á yfirboði hörundsins. Ég lá að mestu á bakinu. Hallaðist aðeins örlítið til vinstri handar, og var það sú höndin, er framar var í rúminu. Mér varð litið í áttina eftir þessari straumleiðslu, er vildi draga mig með sér. Sá ég þá óljósa þokumynd uppi undir loftinu í herberginu. Hún skírðist smátt og smátt, svo að ég sá það var mynd mín, þótt óljós væri. Var hún í nátt- úrlegri stærð, og því mun minni að sjá en mér virtist stærð líkamans vera að því sinni. Þessir straumar, ósýnilegu lífsgeislar, segulbönd eða hvað, sem á að nefna það, er lágu frá líkamanum, fann ég að voru tengdir við myndina, svo að myndin og líkaminn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.