Morgunn - 01.06.1944, Page 87
MORGUNN
83
En eftir því sem leið á þennan dag, minnkuðu þrautirnar.
Um kvöldið voru þær að mestu eða öllu horfnar, nema
ég man til ósegjanlega mikillar þreytu og máttleysis. Til-
finningarnar munu og hafa verið að mestu lamaðar. En
með því að allar sárar þjáningar voru horfnar, skildi ég
ekkert í því, að ég hlyti að deyja. Samt taldi ég það víst.
Ég hafði lesið það svo berlega út úr öllum, og fann að
ástand mitt var óeðlilegt, og gagnstætt því, sem ég hafði
áður þekkt. Dauðinn hryggði mig þó hvorki né gladdi. Mér
var algjörlega sama um hann. Ég var svo jafn tilfinninga-
laus fyrir öllu.
En nú kemur smátt og smátt sú breyting á, að mér
virtust líkamspartarnir vera að leysast sundur, og eins og
allur líkaminn vildi leysast upp og tvístrast út í geiminn.
Hörundið veitti þó mótspyrnu. En mér virtist það þó verða
að láta svo undan, og þenjast svo út, að ég fyndi til þess.
Ég fann því glögglega til ummála líkamans, og virtist mér
ég stækka svo að ég varð eins og gildur meðalmaður á
vöxt. En þó að hörundið setti líkamanum takmörk, þá
virtist mér engu síður einhverja strauma leggja frá mér
upp í loftið, eins og eitthvað hefði liðið á burtu. Þessir
straumar slitnuðu þó eigi frá líkamanum. Þeir voru fastir
við hann allan, og toguðu í hann upp á við, en sterkari voru
þeir frá höfðinu og brjóstinu. En ég fann þá leggja frá
hverri taug, eða hverjum depli, á yfirboði hörundsins. Ég
lá að mestu á bakinu. Hallaðist aðeins örlítið til vinstri
handar, og var það sú höndin, er framar var í rúminu.
Mér varð litið í áttina eftir þessari straumleiðslu, er vildi
draga mig með sér. Sá ég þá óljósa þokumynd uppi undir
loftinu í herberginu. Hún skírðist smátt og smátt, svo að
ég sá það var mynd mín, þótt óljós væri. Var hún í nátt-
úrlegri stærð, og því mun minni að sjá en mér virtist stærð
líkamans vera að því sinni.
Þessir straumar, ósýnilegu lífsgeislar, segulbönd eða
hvað, sem á að nefna það, er lágu frá líkamanum, fann ég
að voru tengdir við myndina, svo að myndin og líkaminn