Morgunn - 01.06.1944, Side 88
84
MORGUNN
gátu eigi skilist að, nema þvi að eins að böndin slitnuðu.
Ég hafði áður séð menn með miklu óráði, svo að ég þekkti
til þess. Datt mér þá í hug, að þetta stafaði af því, að ég
vœri að fá óráðssnert. En þeirri skoðun varð ég þó að
hrinda frá mér, því að ég var jafn rólegur, og gat hugsað
jafn ljóst, og bezt gat átt sér stað hjá mér heilbrigðum.
Taldi ég því víst, að ég væri að skilja við, eða um leið og
böndin slitnuðu hlyti það að verða. Fann ég þá til örlítils
feiginleika yfir því, hve létt og þrautalítið væri að deyja.
Var þetta sú eina andleg kennd, sem ég fann hreyfa sér
hjá mér, þótt mjög óljós væri.
Myndin var á hreyfingu. Bæði sá ég það með augunum
og fann það engu síður af stefnu straumleiðslunnar. Ýmist
drógust segulböndin svo saman, að myndin drógst niður
að likamanum eða inn í hann, eða þá að slaknaði á þeim
aftur, svo að myndin sveif upp undir loftið í herberginu.
En stöðugt var þessi togstreita milli líkama og myndar,
svo að hún drógst ýmist að eða. frá. Mér virtist mitt eigið
ég vera bæði í líkamanum og myndinni. Stundum þó sterk-
ara eða ráða meiru í myndinni en líkamanum, eða þá þvert
á móti. Frá myndinni horfði ég á líkamann í rúminu, og
fann glöggt frá henni til segulbandanna. Og frá líkaman-
um horfði ég um leið á myndina. Líkami og mynd, eða
sálarlífið og líkamsdauðinn, horfðust því stöðugt í augu.
Styrkleiki myndarinnar var því meiri, og mitt eigið ég
fastara bundið við hana, því meira sem hún drógst frá
likamanum. Og þá urðu veggir og loft herbergisins allt
gagnstætt, eða hvarf sjónum myndarinnar. Engar undra-
sjónir eða ókunnug lönd sá ég þó, heldur að eins yfir það
útsýni, er sést í bjartviðri frá bænum Mýri í Bárðardal,
sem ég dvaldist þá á. Mér virtist einnig sjón og heyrn næm-
ari, en þó einkum minnið. Allt virtist mér liggja svo ljóst
og opið fyrir mér frá því fyrsta. En í hvert sinn varaði
þetta svo stutt, að athugunin gat eigi orðið nema lítil,
sökum hinnar hvíldarlausu togstreitu. Og þegar líkaminn
var styrkari, var mitt eigið ég einnig styrkara þar, en veik-