Morgunn - 01.06.1944, Page 93
M O R G U N N
89
fram á, að um þessa hluti er Ritningin merkilegri bók en
guðfræði síðari tíma og allur almenningur hefir haldið.
Efni þessarar bókar mun hér ekki frekara rakið, enda
ekki áhlaupa verk, ef vel ætti að vera, því að þar er miklu
efni þjappað saman, en það er svo vel gert af hendi höf-
undar, að hið þungskilda efni mun verða iesandanum ljóst
og aðgengilegt. Bókin hefir mikið verið keypt, mikið lesin
og mikið um hana talað, og hún verðskuldar það.
Jón Auðuns.
IGNATIUS,
irerisveinn hins fræga Polykarpusar biskups, (d. 169) seg-
lr: „Sumir í kirkjunni hafa guðlega vitneskju um óorðna
hluti. Sumir sjá sýnir, aðrir spá og lækna sjúka með handa-
yfirlagningu. En aðrir tala tungum og leiða bæði í ljós
hulda dóma manna og engla og kanna leyndardóma sjálfs
Guðs“.
Meðan þannig var háttað var kirkjan öflug og lífsþróttur
hennar glæsilegur. Þá var kenningin enn studd þeim tví-
ttiælalausu ytri táknum og stórmerkjum, sem postulatíma-
bilið hafði verið svo auðugt að. Þá vissu menn af stað-
reyndunum sjálfum, hverju þeim væri ótætt að trúa.
L