Morgunn - 01.06.1944, Side 95
MORGUNN
91
þeirrar stofnunar, sem ríkið heldur uppi með miklum til-
kostnaði, á íslenzkan mælikvarða. Hvað veldur? Áreiðan-
lega ekki það, að þjóðin sé orðin fráhverf hugsjónum Jesú
Krists eða viðurkenni ekki lengur gildi þeirra, heldur miklu
fremur hitt, að kirkjan býr boðskap sinn í búning, sem er
orðinn úreltur og ekki í lífrænu sambandi við samtíðina.
Kirkjunnar mönnum er það ekki líkt því eins ljóst og
skyldi, hve gífurlega miklar breytingar hafa orðið á
skömmum tíma á hugsanaheimi og lífsviðhorfum alls þorra
manna, þessvegna dragast þeir aftur úr og kirkjan slitnar
úr tengslum við þjóðina. Það er vissulega ekki á neins
meðalmanns færi, að finna hið ytra form, sem hægt væri
að klæða hin sígildi sannindi kristindómsins í, svo að nú-
tímamaðurinn geti aðhyllzt hann og orðið honum jafn
handgenginn og feður vorir voru og mæður. Þó er
þetta verk, sem bersýnilega verður að vinna ef ekki á illa
að fara. Til þess þarf hvorki meira né minna en mann eins
og Lúther var á sinum tíma, mann, sem er óhræddur við
að höggva á gamla fjötra, mann, sem hefir snilligáfu til
að finna það form fyrir boðun kristindómsins, sem samtíð
hans finnur vera hold af sinu holdi og blóð af sínu blóði.
Til þess þarf mann, sem brennur af þeim heilaga eldi, sem
Jesús Kristur kynti, sem er djarfhuga, eins og hann, og
veit jafnframt, að öll ytri form verða að breytast með
breyttum kynslóðum, að þau eiga engan tilverurétt leng-
ur en þau finna hljómgrunn í sálum mannanna, og að til
þess að bjarga kjarnanum, verður oft að brenna hismið.
Það ber sorglega lítið á því innan kirkjunnar, að mönn-
um sé þetta ljóst, og að ástandið er óþolandi, eins og það er.
Hverjir munu sækja helgar tíðir kirkjunnar, þegar gamla
fólkið, sem nú er, og miðaldra er horfið af jörðunni? Á
samkomum prestanna er það látið í veðri vaka, að eina
ráðið sé, að vinna unga fólkið. Þetta lætur vel í eyrum, en
dettur oss í alvöru í hug, að börn þeirrar kynslóðar, sem
er hætt að sækja kirkjuna vegna þess, að ytra form henn-
ar er orðið úrelt, fari að fylla kirkjuhúsin? Breytingin
L