Morgunn - 01.06.1944, Page 97
MORGUNN
93
ummælum um nýstofnaða kirkjukóra, sem útvarpshlust-
endur eru flestir orðnir fullsaddir af að heyra um, löngu
áður en fréttirnar eru prentaðar. Ef hægt væri að lækna
meinsemdirnar með auglýsingum einum væri hér
allt á réttri leið. En til þess að Kirkjublaðið geti
þjónað þeim háleita tilgangi, sem vafalaust hefir vakað
fyrir stofnendum þess, er ánægjutónninn yfir því, sem er,
allt of ríkur hjá blaðinu og engan veginn lagzt svo djúpt,
sem skyldi, eftir lausn þess mikla vanda, sem vissulega
er fyrir dyrum kirkjunnar. Þó hafa komið í blaðinu nokkr-
ar greinar, sem sýna vakandi hugsun og alvarleg tök á
málunum. 1 því sambandi vill MORGUNN benda á grein
efíir séra Svein Víking, sem birtist 8.
A RÉTTRI LEIÐ. apríl í vor og heitir „UPPRISAN“.
Hvernig rísa dauðir upp? Og með
hvaða líkama koma þeir?“ Þar er gengið hreint og hisp-
urslaust að verki, og á það bent, hve þokukenndar og óljós-
ar séu hugmyndir kristinna manna um upprisu framlið-
inna, og hve þar ægi saman hinum ólíku skoðunum tveim,
annars vegar gyðinglegu skoðuninni um upprisu holdsins
og dóm á efsta degi, og hins vegar þeirri skoðuninni, sem
Páll postuli virðist tvímælalaust hafa hallazt að, að alls
ekki sé um það að ræða, að jaröneski líkaminn rísi upp.
heldur lifi sálin þegar eftir dauðann i andlegum líkama.
Greinarhöfundur bendir á það, að fram til 1934, þegar ný
helgisiðabók ísl. kirkjunnar var gefin út, hafi prestarnir
látið fólk játa trú sína á „upprisu holdsins“, en þá hafi sú
breyting verið gerð á trúarjátningunni, eða orðalagi henn-
ar> að í stað þessara orða hafi verið látið koma „upprisu
dauðra“. Um þetta farast Séra Sv. Víkingi þannig orð:
„Islenzka kirkjan hefir því raunverulega ekki enn gert
upp á milli þessara tveggja skoðana á upprisunni. f þess
stað hefir hún sett hið hála orðalag „upprisu dauðra“,
sem hægt er að skilja á tvennan hátt, bæði sem holdlega
upprisu og eins aðeins sem framhald lífs eftir dauðann".
Það er einmitt á þessu „hála orðalagi", sem kirkjunni
L