Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 99
MORGUNN
95
Máttur lmgans yfir líkamamim.
1 gömlu hefti af Mecmillans Magazin, segir fi'á því, að
mexíkanskur verkamaður, sem var að víkja úr vegi fyrir
eitraðri skellinöðru, steig óvart ofan á beittan kaktus-
Þyrni. Maðurinn hélt, að naðran hefði bitið sig. Hann sýndi
nú öll einkenni af kvölum eftir eitrað nöðrubit, og var nær
dauða en lífi. Félagar hans héldu, að naðran hefði bitið
hann og helltu ofan í hann brennivíni, til þess að halda í
honum lífinu, þangað til læknir kæmi. Læknirinn fann óð-
ara kaktusþyrninn í fætinum, og sannfærði manninn um,
að engin naðra hefði bitið hann.
,,Vér stöndum hér andspænis voldugri staðreynd en einu
nöðrubiti“, sagði læknirinn. „Vér stöndum hér andspænis
einni stórkostlegustu staðreynd mannlífsins: valdi andans
yfir efninu“. Hann sagði því næst þeim, sem viðstaddir
voru, frá enn merkilegra atviki, sem fyrir hann hafði komið
áður; maður nokkur sá nöðru við fætur sína, en steig sam-
stundis ofan á beittan þyrni, sem stakk hann. Fóturinn
bólgnaði þegar í stað, maðurinn sýndi öll einkenni nöðru-
bitsins, — og hann dó!
„Þið hafið hjálpað mér til að bjarga lífi þessa manns“,
sagði hann ennfremur, „með því að halda honum í stöð-
Ugri hreyfingu með brennivíninu, þangað til ég kom. En
það gekk ekkert að honum annað en þessi litla rispa af
byrninum, öllu hinu hefir hugur hans einn valdið“.
Sömu staðreyndina hefir Arthur Loveil rökrætt, raun-
ar frá öðru sjónarmiði, þegar hann ritaði í Borderland á
Þessa leið:
„Þvert ofan í venjulega ætlun manna, var Jesús ekki
aÓ halda að mönnum neinni barnalegri kenningu um,