Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 4

Morgunn - 01.12.1950, Side 4
82 MORGUNN opinbera áskorun gegn miðlasvikum, hvatning til almenn- ings um að vera vel á verði og hvatning til miðlanna um að gefa sig undir skynsamlega rannsókn. Þeir skora á alla, sem við sálræna starfsemi fást, að leita til viður- kenndra spíritistafélaga til þess að láta prófa hæfileika sína. Annars vegar vakir fyrir þessum mönnum að verja sanna miðla fyrir svikagrunsemdum, en hinsvegar það, að uppræta illgresið og stuðla að því að þeir, sem svik kunni að fremja, verði látnir sæta þyngstu ábyrgð og refsingum fyrir verknað sinn. Þeim er Ijóst, að oft getur einn óvandaður maður brotið niður mikið af því, sem 'margir vandaðir og sannir menn hafa byggt upp. Hvernig er hægt að sanna, að látinn lifir? Þeirri spurn- ing verður ekki svarað í stuttu máli, svo mörgu er hér að svara. En hvað segja menn um þetta atvik: Ókunnur maður utan af landi fær aðgang að fundi, þar sem Haf- steinn Björnsson er að gera skyggnitilraunir á vegum S.R.F.l. Miðillinn þekkir ekki fundargestinn, veit sann- anlega ekki, hver hann er. En hann snýr sér að ókunna fundargestinum og segir: „Hjá þér stendur maður, sem segist vera afi þinn og heita J. Hann segir: Það er ekki von til að þú kannist við mig, karlinn minn, því að ég dó sex árum áður en þú fæddist. Ég fór af jarðneska heiminum 19.....árið 1894“. Fleira var manninum sagt um þenn- an afa hans. Fundargesturinn kvaðst vera fæddur árið 1900, en enga hugmynd kvaðst hann hafa um dánardag þessa afa síns. Þegar heim kom, spurðist hann fyrir um þetta hjá fólki sínu, en enginn mundi dánardag gamla mannsins. Við nánari eftirgrennslan hjá einum þjóðskjala- varðanna kom í ljós, að dánardagur gamla mannsins var nákvæmlega eins og miðillinn kvaðst hafa heyrt gamla manninn segja. Hver sagði miðlinum það, sem engum við- stöddum var kunnugt um? Á hernámsárunum var stranglega bannað að halda mið- ilsfundi í Hollandi, og mjög var erfitt um alla slíka starf- semi. Þegar eftir styrjaldarlokin var starfið hafið að nýju

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.