Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 12
90
MORGUNN
Hraðinn var hinn sami og áður, en vellíðan ennþá meiri,
og nú fann ég til þess, að ég var ekki einn á ferð. Nú
fann ég, að ég hvildi í fanginu á eða var í sterkum tengsl-
um við einhverja veru, sem réð ferðinni, en hana sá ég
ógerla enn.
Smátt og smátt fór að birta í kring um mig. Fannst
mér þó birtan í geiminum ekki vera sterkari en hálfbjart-
ur vetrardagur, og birtan vera eins og blágræn. Nú sá
ég allt í einu veruna, sem ég var að ferðast með. Yndis-
fögur var hún, í mjallhvítum kyrtli og með hvita vefju
um höfuðið, sem geislaði af. 1 þessum svifum tók ég eftir
því, að við svifum yfir dásamlega fögru landi og fórum
mjög lágt. Sá ég þar ganga eftir prýðilega gerðri hring-
braut afskaplegan mannfjölda í hátíðabúningi. Þó fannst
mér mest til um ljómann, sem lýsti af ásjónu fólksins.
Mér fannst fólkið svo margt, að það myndi skipta þús-
undum. Ég spurði veruna, sem með mér var, hvers konar
skrúðganga þetta væri. Hún svaraði því, að þetta væri
fólk á jólafagnaðargöngu. Jólin eru nú fyrir nokkuru lið-
in, sagði ég, en veran sagði: nei, hér standa jólin lengur
en hjá ykkur.
Nú hvarf mér þessi mannfjöldi, en við svifum áfram
hægt og yndislega; sé ég þá allt í einu opnast fram und-
an stórt og fagurt svæði. Þótt himingeimurinn virtist
sem hálfrokkinn vetrarhiminn, var dásamlega bjart þarna
neðra. Að horfa eftir þessu svæði, fannst mér eins og að
horfa eftir alllöngum, beinum vegarkafla, en öðru megin
þessa svæðis sátu einhverjar verur, í þrí- eða fjórsettum
röðum, eins langt og ég sá. Allar voru verur þessar í
hvítum búningum, öllum af sömu gerð, og með hvítan
höfuðbúnað. Fannst mér þó búningurinn vera hvítari en
allt, sem ég hefði hvítast séð áður. Einkum fannst mér
dásamlega bjartur bjarmi leika um höfuð og ásjónur þessa
fólks. Unaðslegur friður og ró hvíldi yfir þessum stóra
og yndislega hópi.
Við nálguðumst verur þessar mjög hægt, og þá spurði