Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 37

Morgunn - 01.12.1950, Side 37
MORGUNN 115 augljóst var að bréfritarinn væri, þó að við vissum ekki nieira um hana, væri að tala um, að það þyrfti að reyna að skemmta systur sinni, af því að hún væri svo ,,naíf“ (eða „einföld" eins og það þýðir), og þó var öllu verra að átta sig á næsta orði, sem á eftir fór, „ætinu“, það var þaðan af óskiljanlegra. En þegar betur var að gáð, °g við fórum að lesa úr þessu, kom í ljós, að allt var rétt skrifað og þarna átti að standa „af því að hún er svona í fætinum“. Eftir að þetta fyrsta bréf var skrifað, liðu nokkurir niánuðir, án þess að nokkuð kæmi frá Sigrúnu. Föstu- dagskvöldið 13. júní 1930 kom hún til okkar og bað um að mega skrifa. Nú var auðvitað ekki lengur um það að ræða, að við vissum ekki, hver væri að skrifa, því að um leið og hún kemur, segir miðillinn strax: „Þarna kem- Ur þá Sigga í Bæ“ eins og við vorum farin að kalla hana. En allt það, sem minnzt var á í því bréfi, sem nú var skrif- að, var bæði miðlinum og mér ókunnugt um, enda höfð- um við ekkert samband haft við fólkið í Gaulverjabæ, annað en bréf það, sem kom þaðan í nóvember veturinn áður og ég las áðan. Að því leyti væri margt af þvi, sem skrifað er í þessu bréfi, sannanaeðlis, ef það reyndist rétt. (Ég vil geta þess, að á þessum fundi og síðari fund- úm, vorum við aðeins tvö, miðillinn og ég.) Við notuðum fyrst stafaborðið, eins og um haustið, en það gekk nokkuð seint, svo að eftir stutta stund tók mið- dlinn blýant og skrifaði úr því með honum beint. Þetta bréf var þannig: „Komið þið blessuð og sæl“, skrifar Sigrún. „Komdu nú sæl og blessuð, og vertu velkomin", segj- um við. „Hjartans þakkir fyrir síðast“ skrifar Sigrún. „Sömuleiðis", segjum við. „Þú ætlar að skrifa eitthvað núna?“ „Já, má ég þá byrja?“, og segjum við henni að gera svo vel. Svo byrjar hún bréfið:

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.