Morgunn - 01.12.1950, Side 75
MORGUNN
153
að vild inn í vitundaxlíf þriðja manns, og ná þaðan hverju
sinni með óskeikulli nákvæmni þeim þekkingaratriðum,
sem að haldi koma, finna og velja ævinlega þau réttu,
í forðabúri minningasafns hans, sem liðin ár hafa fyllt,
endurminningaatriði, sem honum kunna þá að vera löngu
gleymd, en ættu að leynast einhvers staðcir í dulardjúp-
um vitundarlífs hans.
öllum má nú vera auðsætt, að góðar og gildar sann-
anir þurfi að vera til staðar, áður en hægt er að fallast
á að skynhæfileikar dulvitundarinnar séu svo feykilegri
starfsorku víðfeðma og valmætti gæddir, en enginn snef-
ill af sönnunum er til þessu til stuðnings, og í þeim mörgu
og merkilegu tilraunum, sem gerðar hafa verið í þessu
sambandi, hafa ekki einu sinni komið fram hinar minnstu
líkur, er bent gætu til þess, að þetta væri svo. Þvert á
móti. Ég vil aðeins endurtaka það, að ágætar sannanir
eru til fyrir því, að fjarhrif (telemnesia) eru staðreynd,
en aðeins þess eðlis, að þær sýna það eitt, að þekkingar-
atriði þau, sem borizt fá til móttakandans eftir hugræn-
um leiðum, varða æfinlega persónuleg einkamál hins fjær-
stadda manna, sem komizt hefur í sálrænt samband við
dulskynjandann eða miðilinn, og að því tilskildu, að þau
séu glögg og lifandi í vitund sendandans á þeirri stundu,
er samband milli þeirra hefur komizt á. Það má því öll-
um auðsætt vera, að allar fræðilegar ályktanir, sem
heimilt getur talizt að draga af sönnuðum staðreyndum
þessa umrædda fyrirbrigðis, hljóta að verða allt aðrar
en þær, sem gagnrýnendur spíritistiskuu skýringarinnar
hafa borið á borð, og fræðilegt gildi þeirra mjög á ann-
an veg. Þær myndu aðeins staðfesta, að telemnesíuhæfi-
leikinn fær ekki viðað að sér efnivið úr vitundarlífi
ókunnra fjærstaddra manna, heldur aðeins tekið á móti
aðsendum áhrifum, og jafnframt 'að móttökunæmi hans
er ákveðnum takmörkum háð. En þessi athugasemd er
fræðilega séð hin mikilvægasta, eins og síðar verður sýnt
fram á.