Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 80
158
MORGUNN
mig bar?“ segir ungfrúin. „Mér virðist sennilegast, að
hér hafi verið um táknræna mynd að ræða, er sýnt hafi
skaphöfn hans og innra eðli. Þessi tilgáta mín hefur
styrkzt við það, að hann var siðar riðinn við óheillarík-
an atburð, sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann.
Hér virðist eitthvað svipað hafa gerzt og þegar þeir, sem
tala af vörum miðils í dásvefni, virðast byggja upp eða
móta myndir af umhverfi eða atburðum, því að mér virð-
ist ósennilegt, að hér hafi verið um beinan hugsanaflutn-
ing að ræða. Það væri að mér virðist fremur óeðlileg
skýring og langsótt, að þessi að minnsta kosti tíu ára
gamli viðburður hafi þá stund verið vakandi og skýr í
huga hans.“
Próf. Bozzano kveðst fallast á þá skoðun ungfrúar-
innar, að skyggniskynjun hennar eigi ekki orsök í starf-
andi vitundarlífi umrædds manns og næsta ósennilegt
virðist, að hann hefði einbeitt hugsunum sínum að þess-
um atburði einmitt þessa stund. En um leið og vér höfn-
um slíkri skýringartilgátu sem ónothæfri, sjáum vér jafn-
framt, að skyggniskynjun ungfrúarinnar sýnir, að hinn
sálræni maður skynjar í dulvitund annars manns persónu-
leg minningaatriði frá liðnum árum. En atvik þetta sýn-
ir jafnframt, að mynd þess, er ungfrúin skynjar, snertir
persónuleg atriði úr einkalífi viðkomandi manns, sem ekki
snerta hinn þriðja hið minnsta.
Ég hygg, að ég hafi nú með þessu greitt úr þessu fræði-
lega vandamáli og sýnt fram á, að efnisatriði þess séu
ekki í neinu ósamræmi við áðurgreindar niðurstöðuálykt-
anir, og með því sýnt fram á, að þau atriði í áðurgreindri
skyggnisskynjun ungfrúarinnar, sem í fyrstu gátu virzt
vera í ósamræmi eða andstöðu við staðhæfingamar um
það, að skynhæfileikar dulvitundar miðlanna sýndu að-
eins hæfileika til móttökunæmis fyrir aðsendum hugsun-
um, en samkvæmt því ætti þeim aðeins að vera unnt að
greina og nema hugsanir, sem eru vakandi og starfandi
í vitundarlífi þess manns, er þeir hafa komizt í sálrænt