Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 6

Morgunn - 01.12.1950, Page 6
84 MORGUNN ins í Stokkhólmi fyrir mánuðinn. Þar var auglýst, að 30. nóv. héldi formaður félagsins erindi um spíritismann og kristindóminn í „K.F.U.M.s hörsal“. Þeir sýnast held- ur ekki vera tiltakanlega hræddir þar. Dr. J. B. Rhine, prófessor við Duke-háskólann í Banda- ríkjunum, hefur leyst af hendi mikið og merkilegt starf í vísindalegum sálarrannsóknum. Um tuttugu ára skeið hefur hann rannsakað fjarhrifin og önnur skyld viðfangs- efni með miklum árangri, og hann er vísindamaður, sem mikið orð fer af. Hann telur fjarhrifin nú vera sönnuð og er nú að færa rannsóknir sínar inn á svið, sem nær liggur hinum raunverulega spíritisma: spurningunni um framhaldslífið. Á liðnu sumri var hann á ferð um Evrópu. Var honum hvarvetna vel tekið, og m. a. var honum boð- ið að flytja erindi í brezka útvarpinu um rannsóknir sín- ar. Hann sagði þar frá dæmum, sem honum þótti benda sterklega til þess, að framliðnir menn væru að verki. Síð- an sá leið hans. um Kaupmannahöfn og til Stokkhólms, og flutti hann erindi þar. Fram að þessu hefur hann mest- megnis fengizt við að rannsaka hin óvæntu fyrirbrigði, fyrirbrigðin, sem gerast án nokkurra tilrauna og án þess að eftir þeim sé leitað, en hin nýju verkefni hans munu leiða hann til samstarfs með miðlum og að markvissum tilraunum með þá. Hljóta allir spíritistar að bíða þess með mikilli eftirvænting, hverjar niðurstöðumar verða af rannsóknum þessa manns, sem þegar hefur getið sér alheimsorð fyrir fyrri rannsóknir sínar. I Grikklandi kom fyrir nokkuru til átaka milli forseta sálarrannsóknafélagsins í Aþenu og forystumanns spírit- istanna í borginni. Forsetinn hafði farið niðrandi orðum um spíritismann í útvarpserindi, og við því vildu spíritist- arnir ekki þegja. Foringi þeirra er Melan hershöfðingi, sem er af einni tignustu ætt landsins og persónulegur vinur Grikkjakonungs. Hann sneri sér til útvarpsins og bað um að mega flytja erindi til leiðréttingar á því, sem sagt hafði verið, og erindið flutti hann nokkuru síðar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.