Morgunn - 01.12.1950, Side 41
MORGUNN
119
heyrði miðillinn Sigrúnu segja, að sig minnti að hundur-
inn hafi heitið Sámur, en hún var ekki viss um það.
Skömmu síðar kom enn bréf frá Sigrúnu, en því miður
vantar dagsetningu á það. En það hlýtur að hafa verið
í þessum mánuði, því að í bréfinu talar hún um, að hana
iangi til að skrifa foreldrum sínum nokkrar línur í við-
bót, sem þau gætu fengið fyrir hátíð. Hér mun vera átt
við Alþingishátíðina 1930. Síðar í bréfinu minnist hún
einnig á það, að foreldrar hennar muni fara ríðandi á
Þingvöll. Ég grennslaðist ekkert eftir því atriði og veit
Því ekki, hvort það er rétt.*) Siðan kemur þetta í þessu
sama bréfi, sem er þriðja bréfið, sem Sigrún skrifar:
„Hvar er hann Adam? Þið munið eftir honum, sem var
hjá okkur. Munið þið ekki, hvað hann var duglegur og
sterkur? Mig langar til að vita, hvar hann er og hvernig
honum líður. Ég get ekki fundið hann.“
Miðillinn heyrði hana segja á eftir, að þessi Adam hafi
verið danskur maður, sem hafi verið hjá þeim sumartíma.
Éleira var í bréfinu, en það var ekki sannanaeðlis, og
sumt endurtekningar á því, sem áður hafði verið sagt og
sleppi ég því hér. En vegna þess, að mér fannst ekki neitt
sérstaklega merkilegt í bréfinu, dró ég nokkuð að senda
Það austur, í von um að eitthvað meira kæmi bráðlega,
an svo hef ég líklega gleymt að senda það.
Ég minnist á þetta hér, af því að það snertir nokkuð
það, sem síðar kom og ég skal nú segja ykkur frá.
Snemma í október 1930 fór miðillinn til Danmerkur og
dvaldist þar vetrarlangt. Kvöldið áður en hann fór, höfð-
Um við fund, en ekkert var skrifað það kvöld. Meginið
af tímanum fór í að sannfæra mann, sem þá var nýlega
farinn yfir um, að hann væri ekki lengur á meðal okkar,
og tókst það að lokum. Þegar hann var farinn, kom Sig-
rún, ekki þó til þess að skrifa neitt í það skipti, heldur
*) Eftir að þetta er ritað, hefi ég fengið að vita, að þetta
atriði er einnig rétt.