Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 67
MORGUNN
145
nefndu Cryptesthesia-tilgátuskýringu, en orð þetta notaði
hann sem samheiti á óvenjulegum fyrirbrigðum sálrænn-
ar dulskynjunar, t. d. hugsanaflutning, skyggni varðandi
fortíð, nútíð og framtíð, firðskynjunum o. s. frv. En með
þessari skýringartilgátu var þó viðurkennt, að vitundar-
líf mannsins væri gætt skynhæfileikum til að afla sér
þekkingar eftir öðrum leiðum, en fram að þessu hafði
verið viðurkennt.
En jafnvel þessi skýringartilgáta nægði ekki til þess að
skýra orsakir og tilefni þeirrar þekkingar, sem hélt áfram
að berast til jarðneskra manna í dásvefni miðlanna. Þá
vörpuðu andstæðingar spíritistisku skýringarinnar fram
hinni svonefndu Telemnesia-tilgátuskýringu, en með henni
er skynhæfileikum dulvitundarinnar tileinkaður hæfileiki
til að lesa í vitundarlíf manna án tillits til fjarlægðar.
Samkvæmt kenningunni um hugsanaflutning var miðill-
inn aðeins móttakandi, sem nam það, er dulvitund send-
andans beindi til hans. Próf. Hyslop skýrir merkingu
orðsins Telemnesia þannig, að samkvæmt þessari skýr-
ingartilgátu sé dulvitund miðilsins ekki aðeins móttakandi,
eins og hugsanaflutnings-kenningin gerir ráð fyrir. Með
henni er dulvitund miðilsins tileinkaður hæfileiki til að
kafa í vitundarlíf fjærstaddra manna, án tillits til fjar-
iægðar, greina þar og nema með óskiljanlegum leiftur-
hraða sérhver þau þekkingaratriði, sem henni mættu að
haldi koma og móta úr þessum efnivið myndrænt per-
sónugervi þess framliðna manns, sem verið væri að segja
fundargestum frá af vörum miðilsins. Það skal þó tekið
fram, að ýmsum hinna efagjömu rannsóknarmanna þykir
þó þessi tilgátuskýring næsta vafasöm. En í þessu sam-
bandi vil ég láta þess getið, að síðustu ár ævi sinnar
fann Charles Richet sig knúinn til að hafna sinni eigin
skýringartilgátu á orsökum sálrænna fyrirbrigða og fall-
ast á spíritistisku skýringuna á orsökum þeirra, sem hann
hafði svo lengi reynt að skjóta sér undan.
Þessar þegar nefndu neikvæðu skýringartilgátur tekur
10