Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Síða 72

Morgunn - 01.12.1950, Síða 72
150 MORGUNN komi ekkert hinna áðurnefndu þriggja skilyrða til greina, að þá er dulvitund hins sálræna manns eða miðilsins ókleift að ná sálrænu sambandi við dulvitund f jærstadds manns, alveg á sama hátt og oss er ekki unnt að komast í sam- band við útvarpsstöð, nema því aðeins að útvarpstækið sé stillt inn á hina sérstöku öldutegund, sem hún sendir á. Með öðrum orðum: Takist framliðnum manni að gera grein fyrir persónueinkennum sínum og endurminningum úr liðinni jarðlífsvist, án þess að miðillinn eða nokkur við- staddra fundargesta þekki hann, og að því tilskildu, að hlutur hafi ekki verið notaður, þá hníga öll skynsamleg rök að því að viðurkenna verði návist og athafnir þessa látna manns við hinn enda línunnar. Þetta allt sannar því, að lögmál það, er sálrænt samband lýtur, sníður greini- mætti dulvitundarskynhæfileikanna skýr og ákveðin tak- mörk. Vér höfum þá gengið frá annarri fullmótaðri, fræðilegri ályktun, sem hvílir á staðreyndum, er styðja hina fyrri og gera hana óhrekjandi. Sannleikurinn er því sá, að geti hugsanaflutningur milli A og B, sem dvelur í f jarlægð, því aðeins átt sér stað, að sálrænt samband hafi áður mynd- azt á milli þeirra, þá er þegar fengin vísindaleg sönnun fyrir persónulegu framhaldslífi mannsins eftir líkamsdauð- ann, byggð á óvefengjanlegum heimildum, þar sem látn- um mönnum hefur tekizt hvað eftir annað að sanna nær- veru sína, þó að engir fundargestanna eða miðillinn hafi áður þekkt hann og án þess nokkur hinna áðurgreindu skilyrða fyrir sálrænu sambandi komi til greina. 1 þessu sambandi verður enn að endurtaka og minna á, að báðar þessar þegar greindu fræðiályktanir halda gildi sínu og eru jafn óhrekjanlegar, jafnvel þó að rétt kynni að vera að hugsanaflutningshæfileikinn kynni að geta færzt yfir í einhvers konar alskynjunarfjarhrif (omni- scient telemnesia) eins og fræðimenn orða þetta. En samkvæmt fræðilegum tilgátum sumra skoðanaandstæð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.