Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 61
MORGUNN
139
þaðan sem ég fann mig vera staddan, horfði ég með skelf-
ingu á lífvana líkama minn liggja í rúminu með lokuð
augu. Ég reyndi að komast aftur í hinn jarðneska lík-
ama minn, en mér tókst það ekki; ég hlaut að vera dá-
inn. Með sjálfum mér fór ég að hugsa um, hvernig gisti-
húseigandanum myndi verða við, er hann kæmi að mér,
en brátt fór ég að hugsa um áfall það, er andlát mitt
myndi verða f jölskyldu minni og söknuð vandamanna og
vina. Ég fór líka að brjóta heilann um, hvort rannsókn
myndi verða gerð út af andláti mínu varðandi dánar-
orsökina, en eigi að síður beindust hugsanir mínar mjög
að viðskiptamálum. Áreiðanlega hafði meðvitund mín eða
minnishæfileiki ekki beðið hinn minnsta hnekki við breyt-
ingu þá, sem á var orðin. Ég horfði á líkama minn, sem
lá þama eins og hver annar hlutur og starði raunamædd-
ur á andlitið, sem nú var að fá á sig bláfölvan blæ. En
þótt ég væri sannfærður um, að ég væri ekki lengur í
tölu jarðneskra manna, var mér ekki mögulegt að fara
út úr herberginu. Mér fannst líkast því sem ég væri tjóðr-
aður við einhvern sérstakan blett í horni þess, þar sem
ég var, en þaðan var mér ekki unnt að hræra mig.
Þannig liðu næstum því tveir klukkutímar. Ég varð þess
var, að barið var að dyrum (hafði aflæst þeim), þetta var
endurtekið, en mér var ekki unnt að láta í ljós með nein-
úm hætti, að ég hefði orðið þessa var.
Stuttu síðar sá ég umsjónarmann gistihússins koma í
ljós við gluggann á herbergi mínu. Auðsjáanlega hafði
hann náð sér í langan stiga. Hann kom nú inn í her-
bergið, en ég sá, að honum brá talsvert, er hann sá mig
hggja, að þvi er virtist lífvana í rúminu, en hann opn-
aði hurðina og fór því næst samstundis út. Rétt á eftir
kom eigandi gistihússins inn í herbergið ásamt nokkur-
um af þjónustuliðinu, og því nær samstundis kom læknir
á vettvang. Ég sá að hann hristi höfuðið, er hann sá mig
hggjandi þama, að því er virtist liðið lík. Hann laut nið-
ur að mér, lagði eyrað við brjóst mér í hjartastað og að