Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 16

Morgunn - 01.12.1950, Side 16
94 MORGUNN hafði því ekki orð á þessu við manninn, sem með mér var, en við héldum þögulir áfram ferðinni. Þegar ég kom að sunnan þessa leið, var nokkur þoka á, og þegar ég kom á staðinn sama sem fyrr, sá ég bæ- inn aftur rétt við veginn, en nú var sú breyting á orðin, að búið var að rífa þekjumar og bærinn auður að sjá. Hugsaði ég með mér, að hér ætti að fara að byggja upp, og hélt ég svo leiðar minnar. Þá fór ég fyrst að hugsa um, að þennan bæ hefði ég aldrei áður séð á þessari leið, og þótti mér nú málið fara að verða kynlegt. Ég gat ekki rengt sjálfan mig, ég hafði raunverulega séð þetta, og hugsaði mér, að nánara skyldi ég aðgæta, þegar ég færi þessa leið í næsta sinn. Síðan hef ég margsinnis farið þessa leið. Gaumgæfilega hefi ég þrásinnis athugað þennan stað, en engin merki getað fundið þess, að þarna hafi nokkurn tíma verið byggð. Þama er blásin auðn, engar leifar af gömlum góðri, og ekkert til, sem bendir á, að þarna hafi mannabústaðir verið. Ég hef enga hugmynd um, hvað þetta var, en hitt full- yrði ég, að ég sá greinilega, allsgáður og glaðvakandi á hestbaki, bæði bæinn, í tvennskonar ástandi, konumar tvær á hlaðinu og drenginn klifra upp bæjarsundið. Þetta er mér ráðgáta og þó mest vegna þess, hve örugglega og greinilega ég sá þessa undrasýn. (Höfund þessara frásagna þekki ég. Hann er trú- verðugur maður í alla staði. Hann leyfði mér að birta þessar frásagnir, en vildi ekki láta nafn sitt fylgja, einkum vegna fyrri frásagnarinnar, sem tengd er við- kvæmu einkamáli, sem hann vill sízt koma í hámæli. — Jón Auðuns.)

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.