Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 14

Morgunn - 01.12.1950, Page 14
92 MORGUNN yndislegu næturferð, sem mig vantar tilfinnanlega orð til að lýsa. Konu minni og dóttur sagði ég óðara um morguninn þennan draum, og skrifaði hann síðan fáum klukkustund- um siðar. Húsavík, 3. janúar 1938. GuÖmundur Stefánsson. Tvær frásagnir. 1. Hvítklædda konan. Naumast get ég sagt, að annað hafi borið fyrir mig greinilegt af dulrænum efnum en það tvennt, sem nú skal segja frá. Fyrir tveim árum var það eina nótt, að við höfðum bæði vaknað hjónin við mjög raunalegan atburð. Við vöktum bæði lengi. Þungar hugsanir sóttu að okkur, hugs- anir, sem gömlum verður oft erfitt að glíma við. Eftir lemga vöku snýr konan sér við í rúminu að mér og sofn- aði, en ég lá á bakinu glaðvakandi. Þetta var að vetrar- lagi, en allbjart var í herberginu frá götuljósinu, sem skein inn um gluggann á svefnherbergi okkar. Ég greip til þess ráðs, sem bezt hefur dugað mér, og bað, svo innilega sem ég gat, Guð að vernda okkur. Bænin færði mér frið og hugsanimar þungu hörfuðu frá, en glaðvak- andi lá ég á bakinu og horfði upp fyrir mig. Þá sá ég skyndilega óvænta sýn. Yfir konu minni sá ég greinilega svífa alhvíta veru, sem nam drykklanga stund staðar beint yfir henni. Ekki var svo bjart, að ég gæti greint andlitsdrætti, en vaxtarlag hennar sá ég greini- lega, að svo miklu leyti sem hvítur hjúpur hennar leyfði.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.