Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 71

Morgunn - 01.12.1950, Side 71
MORGUNN 149 um til glöggvunar á hliðstæðu þess á andlegum vettvangi, orkuöldum vitundarlífsins, sem hér um ræðir. Óhjá- kvæmilegt virðist þá að álykta, að sé það rétt, að mann- leg dulvitund fái numið og skráð sálrænar hugsanaöldur fjærstaddrar persónu, þá liggur í augum uppi að hæfi- leikinn til að veita þeim móttöku hlýtur að vera háður sálrænum tengslum milli sendanda og viðtakanda, er hafa orðið til vegna skyldleika, vináttu eða kynningar. Með öðrum orðum: Sálrænt samband er sama lögmáli háð og útvarpstækið og útvarpsstöðin. Eins og það er óhjákvæmi- legt og nauðsynlegt hverju sinni að stilla öldunema út- varpstækisins inn á öldulengd þeirrar stöðvar, sem vér ætlum að hlusta á, þannig verður dulvitund þess manns, er numið fær aðsendar hugsanir, að stillast til samræmis við vitund sendandans, sveiflutíðni þess, er greinir það frá öllum öðrum. 1 heimspekilegu máli er þetta nefnt „sálrænt samband" (psychic rapport"). Þetta sýnir, að dulvitund miðilsins er því aðeins unnt að ná þekkingar- atriðum úr dulvitund fjærstaddrar persónu, að þessi þrjú eftirfarandi skilyrði séu fyrir hendi: 1. Að miðillinn þekki hina fjærstöddu persónu. 2. Sé ekki um það að ræða, þá að einhver fundargest- anna þekki hana. 3. Komi hvorugt þessara áðurgreindra atriða til greina, þá að miðlinum hafi verið fenginn hlutur í hendur, sem hin fjærstadda persóna hafi notað mjög og hand- leikið. Með öðrum orðum: Þetta sýnir og sannar, að dulvitund mannsins er ekki unnt að nema og færa yfir í sína eigin hugsanir eða þekkingaratriði úr dulvitund fjærstaddra manna, nema því aðeins að einhver hinna þriggja skilyrða komi til greina, vegna þess að dulvitund hans er með öllu ókunnugt um öldutíðni vitundarlífs viðkomandi manns eða manna, þetta, er greinir það frá öllum öðrum, en þar sem þetta er henni dulið, þá er henni ókleift að komast í samband við hana. Gerum oss glögga grein fyrir því, að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.