Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 31

Morgunn - 01.12.1950, Side 31
MORGUNN 109 áreynslu. Þykir henni stundum þungt að verða að sitja hjá, er aðrir skemmta sér. Hún hefur blá, skarpleg augu og mjög fjörlegt tillit. Veturna 1917 og 1918 var Kristrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum farkennari í Gaulverjabæjarhreppi og hélt til á heimili okkar, alltaf að hálfu leyti, þá kenndi hún systrmn þessum, og urðu þær mjög samrýmdar. Þá nefndi Kristrún Imbu ,,Stjameyg“, af því hvað augu hennar voru skír og tindrandi. Hélt hún oft á ,,Stjameyg“ litlu á kveldin að lokinni kennslu og sagði henni sögur, gátur, skrítlur eða þess háttar. Eftir að Kristrún sáluga — hún dó tveimur árum síð- ar — fór frá okkur, féll nafnið „Stjarneyg“ niður, og vorum við búin að gleyma því, þar til nú að það rifjast upp. Á næstliðnu sumri fór Imba til Þingvalla í bíl sem boðsgestur Ungmennafélagsins. Hún hafði mikið gaman af ferðinni. 1 fyrravetur um mánaðamót nóvember og desember var Sigga í Reykjavík um mánaðartíma. Hún var oft í rauðbrúnum taukjól, svo var hún iíka með grænan silki- kjól, sem hún endurbætti og lagaði, meðan hún var fyrir sunnan, Og hefur þá verið í honum í Reykjavík, eftir að hún gerði við hann. Svo var hún í honum heima um jólin eða þegar hún bjó sig uppá; þar til hún lagðist banaleguna. I Ungmennafélagi hreppsins er nokkur sundrung, og nokkrir af félögunum hafa orðið drukknir á skemmti- samkomu í sumar. Er það heldur meira en verið hefur undanfarin ár. Sigrún var mjög dugleg stúlka og einkanlega sýnt um að haga verkum svo, að þau gengju vel og greiðlega. Það kemur því einkar vel heim, er hún segist „áður hafa haft gaman af að drífa eitthvað áfram“, þ. e. meðan hún lifði hér. Er mjög trúlegt, að hún sé fús til starfa hinum meg-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.