Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 27

Morgunn - 01.12.1950, Page 27
MORGUNN 105 margir „bæir“ til á landinu, og að við getum ekki vitað, hvert ætti að senda bréfið hennar eftir þessari utaná- skrift. Skrifar hún þá: „Þórlaug í Gaulverjabæ“. Lýkur svo fundinum, eftir að hann hafði staðið yfir í rúma tvo klukkutíma. Ég hef heyrt síðar, að Gaulverjabær væri oft aðeins kallaður hinu stytta nafni þar í sveitinni og ef til vill víðar, en ég hafði ekki hugmynd um það þá, og að þvi er ég held, ekkert okkar, sem á fundinum voru. Tveim dögum eftir þennan fund, segir miðillinn mér, að hann hafi séð, að brúnn blettur hafi verið í öðru aug- anu á „Siggu“, en í hvoru auganu það var, man miðill- inn ekki. Sömuleiðis sagði miðillinn, að framliðna stúlk- an hafi sagt, áður en hún fór af fundinum, að hún hafi „gleymt að biðja að heilsa Tómasi kaupmanni". Þama komu enn tvö atriði, sem voru sannana eðlis, ef rétt reyndust. Nú var eftir að koma bréfinu til skila. Við höfðum þó fengið bæjarnafnið og fornafn eins viðtakandans. Hvor- ugur okkar Jónasar Þorbergssonar þekkti nokkuð til þarna eystra og ekki vissum við, hvort húsfreyjan í Gaulverja- bæ héti Þórlaug, sem er frekar óalgengt nafn. Ekki viss- um við heldur um nafn bóndans þar, en af föðurnafni framliðnu stúlkunnar sáum við, að hann mundi heita Dagur. Ég held ekki, að miðillinn hafi vitað neitt um fólkið á þessum bæ, en áreiðanlega vissi ekkert okkar um neitt af því, sem gert var að umtalsefni í bréfinu. Þar á ofan bætist, að allt bréfið er skrifað, eins og ég hef þegar tekið fram, áður en nokkurt okkar vissi, hvert það ætti að fara eða frá hverjum það vœri, og finnst mér það veigamesta atriðið í þessu efni. Mér datt í hug, að helzt væri að leita upplýsinga um fólk það, er bréfið getur um, á Hagstofunni. Þar myndi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.