Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 81
MORGUNN
159
samband við. Atvik þetta, er hér um ræðir, sannar aðeins,
hvernig áhrifamiklir atburðir, er vakið hafa æsingu, öldu-
rót og ofsafengnar geðshræringar í sálarlífi þeirra, sem
þá hafa lifað, fá lengi haldið sveifluorku þeirri, er þeir
vöktu, sem veldur því, að þeir eru stöðugt vakandi í yfir-
borðssviðum vitundarlífsins.
Og — frá öðru sjónarmiði séð er gagnlegt að íhuga
þann reginmun, sem er á milli efnisatriða umræddrar
skyggnisýnar, er snertir lýsingu á skaphöfn, hugsanalífi,
og á smávægilegum endurminningaatriðum, sem í sjálfu
sér eru nauðaómerkileg, en mikilvæg og ómissandi þegar
um persónugreiningu er að ræða, efnisatriði, sem iðulega
oru dregin fram af þeim, er leitast við að sanna viðstödd-
um fundargestum persónuleik sinn. Veitið því athygli, að
þessi smávægilegu atvik, sem í sjálfu sér virðast svo lítil-
fjörleg, gera það framar öllu ósennilegt, nei fjarstæðu-
kennt, að miðlunum takist að finna þau og draga þau út
úr minningamori dulvitunda þeirra, sem aldrei hefðu lif-
að þau.
Þá hefur nú einnig verið greitt úr þessu atriði, sem
sýndist í fyrstu vera líklegt til að ónýta eða rýra gildi
greindra staðhæfinga, og vík ég nú aftur að viðfangs-
efninu. Ég vil þá að nýju minna á og halda fast við, að
vér megum aldrei missa sjónar á því eða gleyma, að gjör-
hugul könnun á efnisatriðum fjarhrifafyrirbrigðanna og
gagnrýninn samanburður sýnir og staðfestir, að persónu-
feg smáatriði, er miðillinn skynjar, snerta aldrei þriðju
Persónuna, er hinn fjærstaddi maður þekkir. Ég held fast
við þessa staðhæfingu vegna þess, að til þess að skýra
mikilvægar sannanir með Telemnesia-fjarhrifakenning-
únni, þá yrði að ganga út frá því sem sannaðri stað-
reynd, að dulvitund miðilsins fengi numið og sogið úr dul-
vitundum annarra atburði, sem hafi gerzt í lífi einhvers
briðja mann, er hinn fjærstaddi maður kann einhvern
tíma að hafa þekkt.
1 fræðilegum skilningi er þessi niðurstöðuályktun hin