Morgunn - 01.12.1950, Síða 62
140
MORGUNN
lokum stakk hann skeið upp í mig. Á sömu stundu missti
ég meðvitund um mig sem andlega veru og vaknaði þeg-
ar til þessa lífs í rúmi mínu. Tekið skal fram, að ég var
í þessu ástandi hér um bil tvær klukkustundir.“
E. Loftsson þýddi.
Ný bók.
Fyrir skömmu er komin í íslenzkri þýðingu bók um
miðilinn mikla, D. D. Home, eftir J. Burton, en þýðing-
una gerði Sigurður Haralz. Bók þessi segir raunar frá
mörgum merkustu fyrirbrigðunum, sem í návist þessa
furðulega manns gerðust, svo að allmikla þekking er
hér að fá á miðilsstarfi hans, sem meiri athygli vakti á
sinni tíð en starf nokkurs annars miðils hefur gert, —
en bókin er hinsvegar æði gölluð. Hún er ekki skrifuð
af þeirri samúð með Home, sem nauðsynleg er til að skilja
hann og segja rétt frá honum, og á henni er allt of mikill
blaðamennskustíll, svo að oft er miklu meiri áherzla á
það lögð að lýsa þjóðhöfðingjum og öðru heimsfrægu
fólki, sem Home vann fyrir afrek sin, en að lýsa verk-
inu, sem hann vann. 1 lokakafla bókarinnar er gefið í skyn,
að Home muni e. t. v. ekki sjálfur hafa trúað á „sína eigin
sögusögn“. Þetta er þeim mun fráleitara, sem naumast
mun nokkur annar miðill hafa verið sannfærðari um heil-
agt köllunarverk sitt en hann, og engum „sögusögnum“
var hér að trúa, fyrirbrigðin töluðu sjálf sínu máli, svo
ljósu máli, að segja má, að þau hafi sett tvær heimsálfur
á annan endann áratugum saman.
MORGUNN vill benda mönnum á að lesa með nokkurri
varúð þessa bók, þótt mikinn fróðleik sé í henni að finna,
en hitt er mjög leitt, að þessi bók um þennan stórmerki-
lega og stóreinkennilega mann skuli hafa verið valin, þeg-
ar loks var þýdd um hann bók á íslenzka tungu.