Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 39
M O R G U N N 117
Ég óska Brynjólfi bróður til hamingju með prófið.
Hann er á Þingvöllum núna.“
Brynjólfur bróðir hennar varð stúdent í júní 1930, ég
vissi ekki um það þá, en hefi gætt að því nú á dögunum,
að þetta hefur verið rétt. Það er því ekki ólíklegt, að
hann hafi verið á Þingvöllum þessa dagana, en það hef-
úr verið venja stúdenta að bregða sér eitthvað úr bæn-
um, er þeir hafa lokið stúdentsprófi.*) Ég held ekki, að
æiðillinn hafi vitað neitt um, að bróðir Sigrúnar hafi
verið að taka stúdentspróf um þetta leyti. Svo heldur
Sigrún áfram:
„Jæja, þið vitið að þetta er ég. Nú þarf ég víst ekki að
segja ykkur meira um þetta. Ég vissi reyndar, að þið
uiynduð trúa mér, en ég vildi samt geta sagt ykkur eitt-
hvað, fyrst ég mundi það. — Ég vildi svo oft geta hjálp-
að ykkur, þegar þið hafið svo mikið að gera, en nú er
ég svo ómáttug til þess. Þið skuluð bara vera viss um
Það, að ég er oft hjá ykkur. Ég veit, að þið hljótið að
verða vör við mig stöku sinnum. Pabbi minn, þú hefur
nú a. m. k. orðið það. Ég er líka oft með þér, eins og
veyndar ykkur öllum. Bið líka kærlega að heilsa Laugu.
Kristrún biður hjartanlega að heilsa ykkur öllum. Þið
vitið hverja ég á við. Hún hefur alltaf verið svo mikið
góð við mig. Mig langar mest til að tala við ykkur heima,
Gn það er svo erfitt. Það gæti nú samt komið seinna.
Býst kannske við að Imba geti látið mig skrifa. Ykkur
langaði til að setja bréfið mitt í ramma, en þið vilduð
ekki gera það miðilsins vegna.“
„Það má vel okkar vegna,“ segi ég þá.
„Þakka. Mér þætti mikil virðing að því. — Er ekkert
hsegt að bæta Imbu systur?“
Við bentum henni á, að verið gæti að hún gæti reynt
að koma því til leiðar, með því að fá lækna hinum megin
*) Eftir að þetta er ritað, hefi ég fengið að vita, að þetta
atriði er rétt.