Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 8
86
MORGUNN
ur innan kirkjunnar getur óátalið boðað örlítið dulbúinn
spíritisma í almennu dagblaði á hverjum sunnudegi, pró-
fastur getur verið meðlimur í sálarrannsóknafélaginu og
presturinn í Temple-kirkjunni má gjarnan vera einn
margra presta, sem ritað hafa heilar bækur vinsamlega
um sálarrannsóknir, — allt þetta sætir engum átölum
í ensku biskupakirkjunni, en þegar prestur í svo litlu
þorpi, að það hefur ekki einu sinni jámbrautarstöð, lýsir
yfir því, að hann einnig trúi því að spíritisminn sé að
flytja sannleikann, þá er honum hótað því, að hann verði
kærður fyrir villutrú.“ Líklega verður fleirum en grein-
arhöfundinum í Psychic News örðugt að átta sig á ástand-
inu í ensku biskupakirkjunni, og mörgum íslenzkum manni
mun þykja vænna en áður um þjóðkirkjuna á Islandi,
þegar honum berst þessi fregn.
Sum ensku blöðin eru bersýnilega á öðru máli en þjóð-
kirkjan þar í landi um spíritismann. Blaðamennirnir hafa
yfirleitt ekki verið vinsamlegir i garð málsins, en á síðari
árum er þetta nokkuð farið að breytast. Stórblaðið Daily
Mirror, sem kemur út í meira en fjómm milljónum ein-
taka, birti daglega um skeið í sumar ákveðnar áróðurs-
greinar fyrir spíritismann, sem færir menn voru fengnir
til að skrifa. Mundi ekki fjölmörgum lesendum íslenzkra
blaða þykja vænt um, ef blöðin hér tækju upp slíka ráða-
breytni? Flestum mönnum mun koma saman um, að dag-
blöðin geri alltof lítið að því að flytja fróðleik um al-
menn mál, sem ofarlega eru á baugi meðal almennings
og mikið rædd.
Draumspakir Islendingar,
nýkomin bók, er Oscar Clausen, rith., hefur safnað efni í,
mun verða mikið lesin eins og bók hans: Skyggnir ís-
lendingar.