Morgunn - 01.12.1950, Side 60
138
MORGUNN
4. Hjá tannlækninum.
„Ég tel rétt að segja yður frá fyrirbrigði, sem gerzt
hefur tvisvar sinnum á ævi minni, sem mér virtist
mjög benda til þess, að meðvitund mannsins fái starf-
að utan efnislíkamans og án þess að nota skyntæki hans
eða skilningarvit.
Tvisvar sinnum hef ég vitað mig með fullri vitund utan
efnislíkamans, og séð hann í fjarlægð við mig, fyllilega
sannfærður og vitandi um, að á þessum augnablikum var
hann mér eins og hver annar óviðkomandi hlutur. Ég
ætla ekki að gera neina tilraun til þess að skýra, hvernig
mér var unnt að sjá, án þess að njóta verulegrar sjónar,
ég læt nægja að segja aðeins frá staðreyndum.
1 fyrsta skipti, er þetta gerðist, sat ég i stóli á tann-
lækningastofu. Meðan ég var undir áhrifum chloroforms-
ins, fannst mér ég allt í einu vakna til meðvitundar og
sannfærðist þá um, að ég sveif uppi undir loftinu í
lækningastofunni, en mér til taumlausrar undrunar sá
ég tannlækninn vera að fást við tennumar í mér, og við
hlið hans stóð samverkamaður hans, er aðstoðaði hann
við svæfinguna, og veitti ég því athygli, að hann hafði
nánar gætur á mér og ástandi mínu í svæfingunni. Ég
sá lífvana líkama minn í stólnum, alveg eins skýrt og
greinilega og hvem annan hlut í stofunni. Ég skynjaði
þetta aðeins örfáar sekúndur. Von bráðar missti ég með-
vitund um mig að nýju og kom loks til sjálfs mín í stóln-
um, sem ég hafði sofnað í, en fullvitandi um allt, sem
hafði gerzt meðan á aðgerðinni stóð.
4. Ætli rannsókn verði gerð?
Annað sinn var ég staddur í gistihúsi í London. Morg-
un einn vaknaði ég við talsverða vanlíðan (þjáist stund-
um af hjartakvilla), og stuttu eftir að ég vaknaði leið
yfir mig.
Mér til mikillar undrunar komst ég að raun um að ég
sveif í lausu lofti uppi undir loftinu í herbergi mínu, en