Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 40
118
MORGUNN
frá til þess að reyna það. Þá skrifar hún „Já“ svo stórt,
að það tók nærri yfir alla pappírsörkina, sem hún var
að skrifa á. Mér fannst þetta lýsa miklum fögnuði af
hennar hálfu, að henni skyldi verða bent á þessa leið,
sem hún virtist ekki vita um að væri möguleg.
,,Já, ég ætla að reyna að biðja einhvern góðan lækni
héðan að hjápa henni. Það skaðar aldrei. Nú verð ég að
hætta. Verið þið alltaf blessuð og guð veri með ykkur
alltaf“ og í svigum bætti hún við: „(og ég líka sem oft-
ast)“. Ykkar elskandi Sigga.“
Nú voru engin vandræði með utanáskriftina, því að
hún skrifaði alls enga, enda þurfti þess ekki.
Eftir að bréfinu var lokið, heyrði miðillinn Sigrúnu
segja, eins og til frekari skýringar viðvíkjandi hestunum,
sem hún minntist á í bréfinu: „Krummi var fyrst hrafn-
svartur (sem folald), en nú er hann orðinn grár. Kjammi
var drepinn í haust. Við systumar áttum Krumma.“
Bréf þetta sendi ég austur, og fékk svar frá föður Sig-
rúnar, sem að vísu var ekki eins ítarlegt og hið fyrra, en
þar segir m. a.:
„Um það sem Sigrún nefnir í þessu bréfi, eða sem mið-
illinn hefur orðið var við, er það að segja, að það er allt
nákvæmlega rétt að öllu leyti, eins og það getur sannazt
verið, nema um nafnið á hundinum. Hann hét Dóni, en
ekki Sámur. Hinsvegar er Tralli til. Er nú orðinn gamall.
Sömuleiðis er allt rétt um hestana Kjamma og Krumma.
Kjammi var með rauðan annan kjálkann, og eyrað, að
öðru leyti grár hestur. Krummi fæddist svartur, en er
nú grár. Sigrúnu eða systrunum gaf ég folaldið. Aldrei
höfum við orðið vör við Sigrúnu hér heima, svo að við
vitum. En stúlka af næsta bæ hérna hefur séð hana uppi
í herbergi hjá okkur.“
1 þessu síðara bréfi hafa sannana-atriðin og nöfnin ver-
ið um 30, að því er mér telst, öll rétt nema eitt, en það
atriði var eins og ég gat um áðan, ekki skrifað, heldur