Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 32
110
MORGUNN
in. Að hún biður að heilsa Tómasi kaupmanni kemur einn-
ig vel heim. Tómas er hér og rekur verzlun, eingöngu
þetta ár, áður var hann bílstjóri tvö til þrjú ár. Hann
hefur alltaf „haldið til“ hjá okkur, og voru þau því mikið
kunnug.
Það er þannig allt í bréfi Siggu, svo og allt sem mið-
illinn segir frá henni eða um hana nákvæmlega rétt, svo
rétt sem hún hefði bezt getað sagt það í lifanda lífi.
Sigga var mjög söngvin. Gaman væri að vita, hvort
hún skemmtir sér við söng og hljóðfæri þar sem hún er nú.
Það væri mjög æskilegt að fá að heyra meira frá henni,
að henni væri leyft að skrifa, ef hún kemur aftur og bið-
ur um það. Það er áreiðanlegt, að hún skrifar ekki rugl
eða vitleysu, heldur eitthvað það, sem gott er að vita,
eða að gagni getur komið á einhvern hátt.
Svo þökkum við innilega þessu fólki, sem hefur hjálp-
að til þess að Sigrún hefur getað látið okkur vita frá sér.
Það er okkur stórkostleg huggun, og henni ánægja.
Loks viljum við endurtaka það, að allt sem bréfið ræð-
ir um, er nákvæmlega rétt, og þessvegna fullar sannanir
fyrir okkur, og þess vert að fleiri viti.
Með kærri kveðju,
Gaulverjabæ, 3. nóvember 1929.
Þórlaug Bjamadóttir Dagur Brynjólfsson,
foreldrar Sigrúnar.“
Eins og þið hafið nú heyrt, hefur allt reynzt rétt, sem
þama kom fram á fundinum. Hér er einnig um óvenju
mörg sannanaatriði að ræða. Mér telst þau vera um 35
alls, að nöfnum meðtöldum, bæði það, sem í bréfinu er
sagt, og það sem miðillinn sá eða heyrði. Er það hreint
ekki lítið, að svo mörg sannana-atriði skuli koma frá ein-
um einstaklingi á einum fundi.
Þá finnst mér það einkenna bréf framliðnu stúlkunn-
ar, hve eðlilega það er skrifað, rétt eins og hún væri