Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 10

Morgunn - 01.12.1950, Side 10
88 MORGUNN Oliver Lodge og marga aðra frábæra vísindamenn, var einn þeirra miðla, sem hann notaði til að ná sambandi við annan heim. Hertogafrúin sagði blaðamanninum þá sögu, sem áður hefur ekki verið birt, að fyrir tilstilli forsætisráðherrans hafi þakkargjöf Viktoríu drottningar til spíritismans, gull- úrið fræga, komizt aftur til Englands. Á gullúrið er letrað: „í þakklátri viðurkenningu á þeirri blessun, sem ég hef hlotið fyrir tilverknað miðilsgáfunn- ar“. Þetta úr hafði Viktoría drottning fengið í hendur William Stead með þeirri ósk, að hann afhenti það til eignar þeim miðli, sem bezt hefði verðskuldað slíka gjöf, en sá miðill var nú látinn, sem hún hefði ætlað gullúrið. Sá miðill hefur sjálfsagt verið John Brown, sem var mið- ill hennar og vann lengi fyrir hana. W. Stead ráðgaðist fyrst við Sir William Crookes og Alfred Russell Wallace, fræga vísindamenn og sálarrann- sóknamenn, og eftir samkomualgi við þá gaf hann úrið Ettu Wriedt, sem var frægur amerískur miðill fyrir bein- ar raddir. Nokkurum árum fyrir styrjöldina fannst frú Wriedt, að hún ætti að endursenda gullúrið til Englands, og vegna þess að henni var kunnur áhugi forsætisráðherrans, Mac- kenzie Kings, fyrir sálarrannsóknamálinu, bað hún hann að annast fyrir sig sendingu úrsins til Englands. Macken- zie King sendi þá úrið til hertogafrúarinnar af Hamilton, en hún fól það spíritistafélagi Lundúna til varðveizlu. Hertogafrúin vildi ekkert um það fullyrða, hverjar sál- rænar gáfur forsætisráðherrann hefði þroskað með sér, en um hitt kvað hún sér vel kunnugt, að spíritisminn hefði haft mikil áhrif á líf hans og starf. J. A.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.