Morgunn - 01.12.1950, Page 28
106
MORGUNN
manntalið frá árinu 1920 vera, og með því að athuga það,
væri hægt að komast að raun um, hvort þessi nöfn væru
rétt, en nauðsynlegt taldi ég að ganga úr skugga um það,
áður en farið væri að senda bréfið af stað í hreinni óvissu.
1 sambandi við starf mitt þá, vissi ég að fyrir austan
fjall væri maður til, sem héti Dagur Brynjólfsson, og
ætti sá maður heima að Sviðugörðum, eftir þvi sem ég
bezt vissi. Lék mér nokkur forvitni á að vita, hvort nöfn
þau, sem nefnd voru í bréfinu, ættu nokkuð skylt við
þennan Dag, þó að bæjamafnið væri ekki það sama og
á utanáskriftinni.
Strax morguninn eftir þennan fund fór ég því á Hag-
stofuna, og fékk þar leyfi til að athuga manntalsskýrsl-
ur frá allsherjarmanntalinu, sem síðast hafði verið tek-
ið, en það var, eins og fyrr segir, frá árinu 1920. Ég vissi
ekki þá, hvort Dagur Brynjólfsson hafði átt heima að
Sviðugörðum, þegar þetta manntal var tekið, 9 árum áð-
ur, og varð mér fyrst fyrir að gæta að, hverjir ættu
heima þar. Þar var enginn Dagur eða Þórlaug, eða nokk-
uð af því fólki, sem nefnt var í bréfinu. Gætti ég þá að
Gaulverjabæ, og þar kom í ljós, að ég var á réttri leið,
því að þarna komu nöfnin, sem ég var að leita að: Dagur
Brynjólfsson bóndi, Þórlaug Bjarnadóttir húsfreyja, og
síðan börn þeirra: Sigrún, Brynjólfur, Ingibjörg, Bjarni
o. s. frv.
Þetta var mér nóg. Nú vissi ég, að óhætt væri að senda
bréfið af stað, þar sem öll nöfnin stóðu heima. Og nú
kom einnig í ljós, að stúlkan, sem skrifaði bréfið, mun
hafa heitið Sigrún, þótt miðillinn hafi heyrt nafnið „Sigga“
og það nafn hafi staðið undir bréfinu. Virðist hún því
hafa verið kölluð þessu nafni meðan hún var hér á jörð-
unni.
Þrátt fyrir það, þó nöfnin hafi reynzt rétt, gátum við
að sjálfsögðu ekki vitað, hvort annað, sem í bréfinu stæði,
væri rétt, þótt við teldum það ekki ólíklegt. Ég ákvað
samt að senda bréfið austur, en geta að svo stöddu engra