Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 15
MORGUNN 93 Allur vöxtur hennar minnti undarlega mikið á konu mína, eins og hún var, þegar hún var ung, grönn og fallega vaxin. Sýnina sá ég alllengi, en hún hvarf eins skyndi- lega og hún hafði komið. Mér leið vel og mér fannst frið- ur fylgja gestinum. Ég þagði yfir þessu um sinn, því að ég hélt, að þetta væri fyrirboði þess, að kona mín, sem er öldruð og las- in, væri feig. En svo reyndist ekki, og lærði ég þá að skoða þessa sýn sem vitnisburð þess, hvemig er yfir okk- ur vakað, og einkum, þegar við erum umkomulítil, en erfið lífskjör steðja að. Ég hafði gert mér í hugarlund, að hvítklædda veran kunni að vera dóttir okkar, sem við misstum ársgamla, en leit að öllu leyti út fyrir að ætla að líkjast móður sinni mjög mikið. Það veit ég þó ekki, en hitt veit ég, að hvítklæddu vemna sá ég, að hún gat ekki verið hugarburður, og að hún kom, þegar okkur lá mikið á þeirri huggun og hjálp, sem ég er nú farinn að skilja í elli minni, að Guð láti ójarðneska þjóna sína veita okkur. Þetta styrkir trú mína á blessaða handleiðslu hans. 2. Bærinn, sem ekki var til. Ég veit ekki, hvort ég á að segja frá öðru dularfullu atviki, sem fyrir mig hefur borið, og mér finnst þó, að ég eigi ekki að þegja yfir því. Fyrir mörgum árum var ég á ferð með hesta og einn fylgdarmann yfir Vogastapa, en erindi mitt var að sækja fisk suður að sjó, þar sem sonur minn hafði róið á ver- tíðinni og átti fisk. Við riðum þögulir eins og leið liggur, en ég hafði farið leið þessa fyrr. Þegar við komum suður fyrir Stapann á móts við Innri Njarðvík, verður mér lit- ið til hliðar, og sá ég þá, svo sem tólf faðma eða tæplega það frá veginum, allreisulegan bæ. Á hlaðinu stóðu tvær konur, en drenghnokki var að klifra upp bæjarsundið. Ég horfði á þetta góð stund, fannst það ofur eðlilegt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.