Morgunn - 01.12.1950, Síða 44
122
MORGUNN
Mér líður ágætlega, alltaf betur og betur. Ég er nú
líka í „Paradís‘“. Ég hefi nú víst sagt ykkur, að ég hjálp-
aði Kristrúnu með að passa börn. Ég held því starfi áfram.
Ég syng líka mikið, það gerum við mikið að hérna megin.
Ég tek ekki á móti eða hjálpa öðrum en íslenzkum börn-
um. Kristrún hjálpar nú mörgum fleirum. Hún bað mig
að muna að heilsa „Stjarneyg" frá sér. Hún minnist svo
oft á veruna sína heima hjá ykkur. Það er verst, hvað
þið eruð þreytt. Þið hafið allt of mikið að gera og vant-
ar mig til að hjálpa ykkur. Mig langar svo oft til þess.
Ekki gengur það nú vel með ungmennafélagið enn. Það
er alveg hræðilegt þetta fyllerí. Ég hugsa, að það sé eitt-
hvað af því óhollasta, sem einn maður getur gert, að
drekka sig fullan (þetta síðasta orð undirstrikar hún).
Þá kemur líka alltaf það allra versta fram í honum, og
allt það lakara fær yfirvald. Þetta athugaði ég nú ekki
svo mikið áður en ég fór, en nú veit ég það. Mennimir
týna vitinu, og svo koma vondir menn, bæði frá ykkur
og okkur, og hafa áhrif á þá, þ. e. a. s. þeir, sem hafa
drukkið. Þeir njóta nefnilega vínsins í gegnum þá. Þess
vegna er oft svo ljótt að sjá kringum fulla menn. Þið er-
uð nú kannske leið að heyra um þetta allt, en þetta er
bara sannieikur. Ég hefi ekkert á móti víni, ef það að-
eins er drukkið i hófi.
Ég hefi sagt ykkur, að mér líður mjög vel (hún undir-
strikar orðið ,,mjög“), og það eru engar ýkjur. Ég hlakka
reglulega til að taka á móti ykkur, þegar þar að kemur.
Þið verðið að eiga þetta bréf öll, þó að það sé ófullkomið.
Ég skrifa svo sjaldan og þess vegna er ég svo stirð. Bið
kærlega að heilsa heimilisfólkinu, og þeim, sem ég þekki
og þótti vænt um. Ég þakka ykkur fyrir allt alltaf. Verið
þið blessuð og líði ykkur alltaf sem allra bezt, og munið
að ég er hjá ykkur þegar ég má vera að því. Ykkar elsk-
andi, Sigga.“
Ég vil geta þess, að þetta bréf var skrifað ósjálfrátt
beint með blýanti, en rithöndin á því var talsvert önnur