Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 52

Morgunn - 01.12.1950, Side 52
„S'pmtisminn mun koma á sambandi allra manna á jörðinni við þá, sem látnir eru. Þetta mun valda gerbreyt- ingu á lífi hins jarðneska mannkyns.“ Skáldkonan írú Thit Jensen og spiritisminn. Frú Thit Jensen er einn sérkennilegasti og gáfaðasti rithöfundur, sem nú ritar á danska tungu, og á miklum vinsældum að fagna. En hún er ekki aðeins rithöfundur á venjulegan mælikvarða. Allar stefnur og strauma sam- tíðarinnar lætur hún sig miklu varða, og hún er ódeigur stríðsmaður sannleikans, hvar sem hún telur sig hafa fundið hann. Hún hefur litlu látið sig skipta almennings- álitið og hefur oft reynzt hin öflugasta bardagakona í ræðustólum Danmerkur fyrir málefnum, sem af mörgum voru lítils metin. Frú Thit Jensen hefur lengi verið ákveðinn spíritisti og á liðnu ári birti danska tímaritið ,,Okkulisten“ viðtal við hana, sem MORGUNN birtir hér í þýðingu. Ritstjórinn spurði hana, hvort hún væri sannfærður spíritisti, og frúin svaraði: „Já, það getið þér vissulega skrifað. Foreldrar mínir voru spíritistar löngu áður en bið börnin fæddumst, sann- færðir spíritistar. Það er ómögulegt að átta sig á því nú á tímum, hvað það kostaði þá að vera spíritisti. Þeir voru álitnir heiðingjar. Faðir minn hafði safnað að sér öll- um bókakosti um málefnið og hann stóð í bréfaskiptum við þekktustu menn spíritismans um allan heim. Hann skrifaði greinar fyrir hið fræga tímarit „Light“. Við drukk- um spíritismann í okkur með móðurmjólkinni eins og sjálfsagðan hlut. Þannig er ég fædd spíritisti.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.