Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 43
MORGUNN
121
og það gæti valdið leiðindum. Þetta sagði faðir Sigrúnar,
og finnst mér það mjög skynsamlegt og rétt athugað hjá
honum.
Þá spurðum við hana, hvort hún væri ánægð núna, og
svaraði hún því þannig, að hún væri miklu ánægðari en
fyrst, og er við spurðum hana, hvert væri starf hennar
nú, sagði hún það vera „að passa börn“.
Því næst fór Sigrún að spyrja okkur um, hvort hún
væri búin að tala um ýmislegt, sem hún minntist á, flest
af því hafði hún skrifað um áður, svo ég sagði henni,
að hún skyldi ekki fara að endurtaka það í bréfinu, en
ef hún aftur á móti vissi um eitthvað, sem gerzt hefði
nú í vetur, sem við vissum ekkert um, gæti verið gott
að minnast á það sem sönnun.
Þá varð dálítið hlé, og mig minnir, að hún hafi farið
frá á meðan. Síðan segir hún: „Ég hefi nú talað um
þetta við Jónas (þ. e. Jónas Hallgrímsson), og hann er
sammála mér um að vera ekki með frekari sannanir. Ég
vil ekki senda sannanir núna, af því að fólkinu þykir ekki
svo mikið varið í þær, og bréfið verður þá leiðinlegra
fyrir það. En ef þeim þykir það verra, að þær vanti, lát-
ið þið mig vita. Það er svo erfitt með sannnair, þá þarf
svo mikið að muna og verður svo lítið úr öðrum bréfa-
skriftum."
Þetta er auðvitað alveg rétt og satt hjá Sigrúnu, og
þegar svo vel stendur á, að miðillinn sér hina framliðnu
og þekkir þá, þá eru að vissu leyti frekari sannanir óþarf-
ar, svo framarlega sem menn treysta miðlinum. Þá ætla
ég að lesa bréfið, sem Sigrún skrifaði í þetta skipti:
„Elsku mamma mín, pabbi minn og systkini! Ég ætla
nú að byrja á því að skila kærri kveðju frá Kristrúnu
Haraldsdóttur. Því má ég nú ékld gleyma. (Orðið ,,ekki“
undirstrikaði hún). Hún er alltaf jafn góð við mig.
Ég reyni nú alltaf að hjálpa ykkur eftir mætti, þótt ég
sé nú ekki stórvirk. Það er svo erfitt. Ég er orðin svo
þróttlaus til erfiðisvinnu núna uppá síðkastið!