Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 46
124
MORGUNN
rétt, þegar þannig stendur á, eins og ég sagði áður, að
miðillinn sér og þekkir þann, sem skrifar með hendi hans.
Þá er annar þáttur í þessum bréfum, sem er athyglis-
verður. Það er, hve Sigrún fylgist vel með heima hjá sér
og langar til að geta orðið að liði, þegar hún sér, hve
annríkt foreldrar hennar eiga. Það er ofur eðlilegt, að
þetta sé svona, og það sýnir betur en nokkuð annað, hve
fólk það, sem flutt er yfir um, er mikið í kringum okkur
og fylgist með okkur, a. m. k. fyrsta kastið. Flest langar
það líka mjög mikið til þess að láta vita, að það sé ná-
lægt okkur, og að tilfinnnigar þess gagnvart ættingjum
og vinum, sem það varð að skilja við, séu alveg hinar
sömu og áður en það fór af jörðinni.
Þess vegna er það líka, eins og þið vitið bezt, sem haf-
ið verið á miðilsfundum, að fólki, sem kemur þar fram,
þykir ákaflega leitt, ef ekki er kannazt við það. Ekki
þykir því síður leitt, ef því finnst að búið sé að gleyma
því, og að þeir, sem eftir eru á jörðinni, álíti það úr sög-
unni, fyrst það hefur flutzt yfir landamærin — stundum
auðvitað af því, að sumt af þessu fólki trúir ekki öðru
en að þeir, sem deyja, séu úr sögunni.
Hinsvegar verður hið framliðna fólk svo innilega ánægt,
þegar kannazt er við það, og er okkur stundum sagt, að
það Ijómi af ánægju, þegar vel er tekið á móti því af
okkur hérna megin. Það kemur líka þráfaldlega fyrir, að
fólkið, sem flutt er yfir um, nefnir stað og stund, þegar
einhver, sem á fundinum situr, hefur verið að hugsa um
það, ef til vill á einhverri kyrlátri stund. Þetta sýnir, að
hugsanir okkar virðast hafa áhrif, ekki aðeins á nánasta
umhverfi okkar hér í heimi, heldur einnig inn á það til-
verusvið, sem framliðnir vinir okkar dvelja á. Það er
áreiðanlegt, að vinir okkar, sem flutzt hafa yfir um, verða
ánægðari með sitt hlutskipti, ef þeir finna, að þannig er
hugsað til þeirra með hlýhug.
Ég sagði frá þessu síðasta bréfi Sigrúnar meðfram til
þess að vekja athygli ykkar á einu atriði, sem henni verð-