Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 38
116
MORGUNN
„Elskulega mamma mín, pabbi minn og systkini mín.
Þakka ykkur fyrir allt gott. Ég er svo oft hjá ykk-
ur og fylgist svo vel með ykkur, sem ég get, en það er
allt öðruvísi en áður. Ég hjálpa Kristrúnu svo mikið til
með börnin. Þið eruð oft að hugsa um, hvort ég muni
spila á orgel eða eitthvað svoleiðis ennþá. Það geri ég
nú reyndar ekki, en ég hefi nóg af söng.“
Þið munið, að í bréfinu frá foreldrum Sigrúnar, sem
ég las áðan, sögðu þau: „Gaman væri að vita, hvort hún
skemmtir sér við söng og hljóðfæri þar sem hún er nú.“
Þetta virðist beinlínis vera svar við því. — Hér hættir
miðillinn að nota stafaborðið, og skrifar nú beint, eins
og ég sagði áðan frá:
„Það er svo gaman að hjálpa litlu bömunum. Þau eru
líka svo fljót að átta sig, og þeim gengur svo vel að taka
framförum. Ég er margt búin að sjá, síðan ég fór frá
ykkur.
Munið þið eftir hundinum, sem við áttum í Sviðu-
görðum. Auminginn, hann átti svo bágt. Hann flæktist
með vinnumannnium út að Loftsstöðum að mig minnir.
Svo var hann aldrei heima meira. Ég hef séð hann síð-
an ég dó.“
Ég spurði hana, hvort hún gæti munað, hvað hundur-
inn héti. Hana minnti, að hann hafi heitið Sámur. Miðill-
inn heyrði þetta, en nafnið reyndist ekki rétt, eins og
síðar kemur fram.
„Ég bið að heilsa öllum á heimilinu og ekki megið þið
gleyma Huldu, þó að hún sé lítil. Þið verðið alltaf að
muna eftir Tralla. Muna eftir að gefa honum.“
„Er Tralli hundur?" spurði ég.
„Já, uppáhaldshundur hjá mér. Ég er nú ekki heldur
búin að gleyma Kjamma eða Krumma.“
„Eru það hundar líka?“ spurði ég.
„Nei, það eru nú hestar. Fyrst var Kjammi einlitur,
svo hafði hann aðeins aðra kinnina rauða síðast. Nú er
Kjammi hér. Hann var í fjósinu og ég gaf honum.