Morgunn - 01.12.1950, Page 25
MORGUNN
103
„Br-ynjólfur bróðir og Imba. Þið getið reynt að laga
Ungmennaf élagið. Ekki megið þið ungmennafélagar
drekka, að minnsta kosti ekki á skemmtunum. Þið verð-
ið að reyna að gera skemmtanirnar sem frjálsastar."
Okkur fannst nú, að framliðna stúlkan hefði skrifað
nóg um Ungmennafélagið og báðum hana að skrifa nú
eitthvað til foreldra sinna, og sagði hún „já“ við því.
Hverfur hún þá enn á brott til þess að hvíla sig, og
þegar hún kemur aftur, segir miðillinn, að hún sé búin
að skipta um föt, sé nú í grænum kjól, en að hún hafi
áður, þegar hún byrjaði að skrifa, verið í brúnleitum kjól.
Segir miðillinn ennfremur, að stúlkan segist hafa gert við
þennan kjól, þ. e. þann græna, skömmu áður en hún dó.
Svo heldur hún áfram með bréfið:
„Ég vildi svo oft geta hjálpað ykkur, mamma mín og
pabbi, en nú get ég bara verið dálítið hjá ykkur og beð-
ið fyrir ykkur. Áður hafði ég gaman af að drífa eitthvað
áfram og nú er ég farin að fá að hjálpa Kristrúnu. Hún
hefur verið svo góð við mig.“
Þama kom aftur nafnið „Kristrún", sem miðillinn
heyrði í byrjun fundarins. Spyr þá annar okkar: „Er Krist-
rún dáin?“ „Já,“ segir stúlkan, og heldur svo áfram með
bréfið:
„Hún (þ. e. Kristrún) biður að heilsa ykkur, sérstak-
lega Brynjólfi bróður.“
Varð nú aftur lítilsháttar hvíld, og notaði ég þá tæki-
fserið til þess að spyrja um hitt nafnið, sem miðillinn
heyrði í fundarbyrjun: „Má ég spyrja, hvað meinti
>.Stjarneyg“?“ Svaraði stúlkan þá: „Þau skilja það.“
Jónas Hallgrímsson, skáld, var þarna viðstaddur hinum
megin frá, sennilega til þess að hjálpa framliðnu stúlk-
unni við að skrifa. Miðillinn þekkti hann, því að Jónas
hafði lengi verið góður kunningi hans. Heyrir miðillinn þá,
að Jónas Hallgrímsson segir: „Af því að hún hafði blá
augu, mjög skír, kailaði Kristrún hana Stjarneyg." Álit-