Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 63

Morgunn - 01.12.1950, Side 63
Hvað eru sannanir? Eftir Einar Loftsson. Fyrir nokkurum árum flutti ég erindi hér í félaginu, sem ég nefndi „Þróun og undirvitund", og er það prent- að í 23. árg. Morguns. 1 þessu erindi kynnti ég yður að nokkru skoðanir og niðurstöðuályktanir ítalska sálarrann- sóknamannsins Ernesto Bozzano á eðli og orsökum dul- rænna skynhæfileika mannlegs vitundarlífs, og að þessu sinni verður erindi mitt í kvöld í beinu áframhaldi af hinu áðurnefnda, og fjallar um greinimátt dulrænna skyn- hæfileika mannlegs vitundarlífs, en um þau efni ritar Bozz- ano í bók sinni: „Discamate Influence in Human Life“. Þeim til skilnings, sem ekki hafa lesið áðumefnt erindi æitt, vil ég drepa á þetta: Þeir, sem hafa ekki með neinu móti viljað fallast á framhaldslíf látinna manna að lok- inni jarðlífsvist, hafa haldið fram þeirri skoðun og reynt að rökstyðja hana, að dulrænir skynhæfileikar manna séu af sömu rótum runnir og aðrir venjulegir skynhæfi- leikar mannsins, eins og t. d. heym og sjón. Orsök þeirra og tilefni sé að finna í líffræðilegri þróun tegundanna gegnum aldimar. Þessum skoðunum á eðli og orsökum dulrænna skynhæfileika andmælir Bozzano kröftuglega í umgetinni bók sinni, og svo snilldarlega er þar á mál- um haldið, að mér er ekki Ijóst, hvernig unnt er að hnekkja rökum hans og ályktunum. Hann bendir þar á, að heimilt sé að draga þá ályktun af staðreyndum þeim, sem nú séu kunnar, að allir menn séu gæddir dulrænum skynhæfileikum, þó að þessa verði misjafnlega áberandi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.