Morgunn - 01.12.1950, Side 42
120
MORGUNN
aðeins til að grennslast eftir því, hvort ég væri búinn
að senda bréfið, sem ég minntist á áðan. Þegar ég sagði,
að ég hefði ekki gert það, sagðist hana hafa grunað það,
og að hún hafi aðallega komið til þess að biðja mig um
að senda bréfið. Bað ég hana að sjálfsögðu afsökunar
á þessum drætti, og sendi svo bréfið austur innan fárra
daga. Síðar fékk ég að vita, að allt var það rétt, sem
hún sagði um Adam, hinn danska mann, sem hafði verið
í Gaulverjabæ. En ástæðan til þess, að hún var að spyrja
um hann, og kvaðst ekki geta fundið hann, var sú, að
hann var farinn af heimilinu og var einhvers staðar á
Austfjörðum um þetta leyti, en fólkið í Gaulverjabæ vissi
heldur ekki um hann með vissu.
Að endingu ætla ég að segja ykkur aðalefnið úr síð-
asta bréfinu, sem kom frá Sigrúnu.
1 lok desember 1930 fór ég til útlanda og dvaldi m. a.
í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði. Á því tímabili höfð-
um við fundi tvisvar eða þrisvar sinnum, miðillinn og ég,
en eins og ég sagði áðan, var miðillinn þennan vetur í
Danmörku, en þó ekki í Kaupmannahöfn.
Sunnudagskvöldið 8. febrúar 1931 höfðum við fund.
Kom Sigrún þá og skrifaði bréf heim til sín. Fyrst töl-
uðum við dálítið saman, buðum hana velkomna og spurð-
um, hvort hana langaði ekki til að senda einhver skila-
boð heim. Hana langaði mikið til þess. Ég spurði hana,
hvort hún hefði getað látið foreldra sína verða sín vör.
„Ekki vantar viljann,“ sagði Sigrún, „en það er svo
vont, af því að þau hafa svo mikið að gera og pabbi hef-
ur ekki tíma til þess að hugsa svo mikið um þetta.“ Þetta
var alveg rétt, að því er faðir hennar sagði mér síðar,
enda áleit hann mjög vandfarið með þetta mál og ein-
mitt hættu á því, þegar ekki væri mikill kraftur fyrir
hendi, og menn jafnframt uppteknir af daglegum störf-
um, þá geti það, sem kynni að koma, orðið ruglingslegt
og stundum villandi. Þannig yrði hætta á að maður missti
trúna á þetta eða áliti að verið væri að falsa eitthvað,