Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 36
114
MORGUNN
strax í upphafi sér miðillinn hana og það svo greinilega,
að hann getur lýst ytra útliti hennar svo að engu skakk-
ar, jafnvel hinn brúni blettur í auga stúlkunnar sést? 1
öðru lagi heyrir miðillinn eitt og annað, sem einnig stend-
ur heima, m. a. hið einkennilega gælunafn „Stjarneyg“.
1 þriðja lagi eru svo allar upplýsingarnar í bréfinu og öll
nöfnin, sem einnig reynast rétt.
Með mínum bezta vilja get ég heldur ekki með nokkru
móti séð, að verið sé a. m. k. viljandi, að tefja þessa stúlku
á þroskabrautinni, með þvi að lofa henni að koma þess-
um skilaboðum til foreldra sinna. Enda er það reynsla
mín í þau 25 ár, sem ég hefi sinnt þessum málum, og á
því tímabili setið á óteljandi miðilsfundum — og hygg ég
að það sé einnig reynsla flestra, sem eins er ástatt um,
að aðeins þeir hafa látið frá sér heyra, sem sjálfir hafa
óskað þess, og venjulega hafa skilaboð handan að komið
til manna að fyrra bragði, en ekki hið gagnstæða.
Áður en ég vík að hinum síðari bréfum Sigrúnar, vildi
ég segja ykkur nánar frá einu smáatriði, sem ég gat um
í sambandi við móttöku bréfsins, að ég mundi segja frá
síðar. Það var þetta, að stundum vildi það til, að orðin
voru stöfuð svo hratt, að erfitt var að fylgjast með og
skrifa stafina nógu fljótt niður, hvað þá að greina þá
sundur í orð og fá þannig vit út úr því sem skrifaðist,
fyrr en farið var að lesa það á eftir. Ég á upphaflega
handritið ennþá, eins og ég skrifaði það, jafnóðum og
Jónas Þorbergsson nefndi stafina. Sést í því á einum stað,
að ofurlítið hlé hefur orðið á milli þess að bent var á
stafina, án þess þó að um orðaskil væri að ræða.
Eina setninguna í bréfinu skrifaði ég þannig niður:
„Þið verðið að reyna að skemmta henni, af því að hún
er svo naíf“ og svo kom orð, sem ég skildi ekki hvað
gæti verið. Það var „ætinu“, og nokkru seinna kemur
stafurinn „m“, án þess þó að hann væri upphaf að öðru
orði. Ég átti erfitt með að fá samhengi út úr þessu,
og fannst mjög undarlegt, að íslenzk sveitastúlka, sem