Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 76
154
MORGUNN
En með það í huga, sem nú hefur sagt verið, vil ég
minna á, að hjá hinum nafnfræga miðli, Mrs. Osborne
Leonard, virðist einatt bregða fyrir auðsæjum undan-
tekningum frá þeirri reglu, sem felst í staðhæfingunni
um það, að vitneskja sú, er berist til viðtakanda fjar-
hrifaleiðina (telemnesia), varði aldrei þriðju persónima,
er hinn fjærstaddi maður þekkir, heldur aðeins persónu-
leg einkamál sendandans. Einatt ber svo við á fundum
hennar, að vitsmunavera sú, er segist vera framliðinn
maður og leitast við að færa sönnur á að svo sé, kemur
á framfæri þekkingaratriðum, sem snerta þriðju persón-
una, þ. e. mann, er hinn f jarstaddi maður þekkir, en sett
fram í spurnarforrni, en auðsætt er, að vitneskja sú, sem
þannig kemur fram, er ekki sótt í dulvitund fundargests-
ins, þar sem honum er með öllu ókunnugt um það, sem
spurt er um. Með spíritistisku skýringuna í huga, sem ger-
ir ráð fyrir persónulegri návist þess, sem verið er að
segja frá, verður málið auðleyst og hið fræðilega vanda-
mál verður ekki lengur til, þar sem umrædd þekkingar-
atriði snerta æfinlega einhvern í fjölskyldunni eða vini
hans, en með hina fræðilegu hlið málsins í huga, virðist
réttara að láta hina einföldu og rökréttu spíritistisku skýr-
ingu liggja á milli hluta að þessu sinni. Mér þykir rétt
að skírskota hér til hins fróðlega og athyglisverða sam-
tals, sem eitt sinn átti sér stað milli séra Drayton Thomas
og vitsmunavera þeirra, sem kváðust vera faðir hans og
systir, Etta að nafni. En þetta atvik er sömu tegundar og
þau, sem sýnast mynda undantekningar frá umgetinni
reglu. Etta gerði eftirfarandi athugasemdir í sambandi
við vitneskju um útsaumaða handtösku, er einn af vinum
fjölskyldunnar ætlaði að gefa móður hans, en faðir hans
virðist hafa komizt á snoðir um þetta og trúað syni sín-
um fyrir því. Etta komst svo að orði: „Ef vér gerum ráð
fyrir því, að hugsunin um að færa mömmu þessa gjöf,
hafi borizt til hennar, þá myndi hún vera skynjanleg í
bliki hennar og mér hefði verið unnt að greina hana þar